Nýjung í mati á gangtegundum
Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Til að bæta mat á gangtegundum hrossa í kynbótasýningum verða settir upp hljóðnemar við brautirnar á öllum sýningarsvæðum í ár.
„Þetta er gert til þess að dómarar heyri vel takt hestsins í öllum tilfellum og mun bæta öryggi dómsins en einnig mun þetta vonandi bæta samræmi í dómum á milli sýningarstaða en sums staðar eru aðstæður þannig að dómarar sjá og heyra vel en sums staðar heyra þeir ekki neitt inni í dómsskúrum. Þetta var prófað á tveimur sýningum í fyrra, þannig að nokkur reynsla er komin á útfærslur og verður spennandi að þróa þessa nýjung áfram,“ segir Þorvaldur Kristjánsson, ábyrgðarmaður í hrossarækt hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins.