Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Elías Blöndal Guðjónsson.
Elías Blöndal Guðjónsson.
Mynd / TB
Fréttir 3. september 2019

Nýr framkvæmdastjóri hjá Landssambandi veiðifélaga

Höfundur: Ritstjórn

Elías Blöndal Guðjónsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga. Hann tekur við af Árna Snæbjörnssyni sem hefur verið framkvæmdastjóri landssambandsins frá árinu 2003.

Elías hefur starfað sem framkvæmdastjóri fasteignafélagsins Bændahallarinnar ehf. frá árinu 2016 og mun áfram gegna því starfi samhliða vinnu fyrir landssambandið. Elías er lögfræðingur og hefur meistarapróf frá Háskólanum í Reykjavík. Hann starfaði sem lögfræðingur Bændasamtaka Íslands frá 2010-2016 og sat í stjórn Hótel Sögu ehf. frá 2014-2018. Elías rak jafnframt eigið fyrirtæki í sölu veiðileyfa frá 2010-2016.

Í fréttatilkynningu frá Landssambandi veiðifélaga er Árna Snæbjörnssyni þakkað fyrir störf sín í þágu sambandsins og nýr framkvæmdastjóri boðinn velkominn.

Norrænt samstarf um fæðuöryggi
Fréttir 6. ágúst 2024

Norrænt samstarf um fæðuöryggi

Norðurlöndin hafa tekið upp formlegt samstarf á sviði fæðuöryggis.

Greina þörf á tæknilausnum
Fréttir 31. júlí 2024

Greina þörf á tæknilausnum

Evrópskt netverk um stafræna nýsköpun og gagnatækni fyrir búfjárrækt sem byggir ...

Allt fæst í kaupfélaginu
Fréttir 30. júlí 2024

Allt fæst í kaupfélaginu

Ólíkt því sem áður var eru verslanir í eigu kaupfélaga orðnar sjaldgæfar. Á Hvam...

Stórþörungar í matvæli
Fréttir 29. júlí 2024

Stórþörungar í matvæli

Verkefninu Seafoodture, um stórþörunga í matvæli, hefur verið hleypt af stokkunu...

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.