Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Frá Borgarfirði eystri.
Frá Borgarfirði eystri.
Mynd / HKr.
Fréttir 23. mars 2016

Nýr kjarasamningur milli BÍ og SGS

Fulltrúar Bændasamtakanna og Starfsgreinasambands Íslands hafa undirritað nýjan kjarasamning sem kveður á um kaup og kjör starfsmanna sem vinna almenn landbúnaðarstörf. Auk þess falla matráðar á bændabýlum undir samninginn. 
 
Samningurinn nær ekki til þeirra starfsmanna sem starfa við ferðaþjónustu eða aðra starfsemi sem fellur ekki undir ofangreinda skilgreiningu. Starfsmenn, sem starfa við ferðaþjónustu í smærri stíl, geta þó fallið undir gildissvið samningsins enda sé það samþykkt af hálfu viðkomandi stéttarfélags. 
 
6,2% hækkun frá 1. janúar 2016
 
Nýi samningurinn er í raun uppfærsla af samningi sem undirritaður var 2015 og tekur mið af þeim breytingum sem gerðar voru á samningum á hinum almenna vinnumarkaði í upphafi árs. Þannig hækka laun frá 1. janúar 2016 um 6,2% og mótframlag í lífeyrissjóð hækkar næstu árin með sama hætti og í öðrum störfum á almenna markaðnum. Nýja samninginn má sjá á vef Bændasamtakanna, bondi.is.

Skylt efni: Kjaramál | kjarasamningar

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...