Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Gentiana susannae.
Gentiana susannae.
Mynd / novataxa.blogspot.com
Fréttir 17. ágúst 2022

Ný tegund af ættkvísl dýragrasa finnst í Tíbet

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fyrr á þessu ári var greind og skrásett á hásléttu Tíbet ný tegund af dýragrasi. Tegundin hefur fengið heitið Gentiana susannae.

Qinghai-hásléttan í Tíbet er rómuð fyrir líffræðilegan fjölbreytileika og þar er að finna fjölda plöntutegunda sem teljast landlægar eða tegundir sem ekki finnast villtar annars staðar í heiminum.

Grasafræðingar sem vinna við að greina tegundir sem vaxa á sléttunni fundu fyrir skömmu áður ógreinda tegund við bakka Cuopu-vatns. Tegundin sem nýlega var greind er sögð tilheyra ætt maríuvanda og ættkvíslinni Gentiana sem kallast dýragras á íslensku. Tegundin hefur fengið heitið Gentiana susannae.

Samkvæmt Flóru Kína var tegundin áður greind sem G.algida sem finnst villt í Síberíu og Norður- Ameríku.

Núna hefur þeirra greiningu verið hafnað vegna greinilegra ólíkra útlitslegra einkenna og vaxtarstaðar. G.susannae er meðal annars ólík G.algida að því leyti að vera hærri í vexti og með fleiri og lengri blómum.

Samanburður á DNA tegundanna þykir sanna að um ólíkar tegundir sé að ræða.

Skylt efni: dýragras

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...