Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Gentiana susannae.
Gentiana susannae.
Mynd / novataxa.blogspot.com
Fréttir 17. ágúst 2022

Ný tegund af ættkvísl dýragrasa finnst í Tíbet

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fyrr á þessu ári var greind og skrásett á hásléttu Tíbet ný tegund af dýragrasi. Tegundin hefur fengið heitið Gentiana susannae.

Qinghai-hásléttan í Tíbet er rómuð fyrir líffræðilegan fjölbreytileika og þar er að finna fjölda plöntutegunda sem teljast landlægar eða tegundir sem ekki finnast villtar annars staðar í heiminum.

Grasafræðingar sem vinna við að greina tegundir sem vaxa á sléttunni fundu fyrir skömmu áður ógreinda tegund við bakka Cuopu-vatns. Tegundin sem nýlega var greind er sögð tilheyra ætt maríuvanda og ættkvíslinni Gentiana sem kallast dýragras á íslensku. Tegundin hefur fengið heitið Gentiana susannae.

Samkvæmt Flóru Kína var tegundin áður greind sem G.algida sem finnst villt í Síberíu og Norður- Ameríku.

Núna hefur þeirra greiningu verið hafnað vegna greinilegra ólíkra útlitslegra einkenna og vaxtarstaðar. G.susannae er meðal annars ólík G.algida að því leyti að vera hærri í vexti og með fleiri og lengri blómum.

Samanburður á DNA tegundanna þykir sanna að um ólíkar tegundir sé að ræða.

Skylt efni: dýragras

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...