Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Óheimilt er að dreifa heimaslátruðu kjöti til annarra
Fréttir 2. nóvember 2020

Óheimilt er að dreifa heimaslátruðu kjöti til annarra

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í ljósi umræðu undanfarið vill Matvælastofnun benda á að óheimilt er að dreifa eða selja kjöt úr heimaslátrun til annarra. Dýrum sem slátra á til að dreifa afurðum þeirra á markað skal slátra í sláturhúsum með starfsleyfi. Bændum er heimilt að slátra búfé sínu til eigin neyslu. 

Bændur sem slátra eigin fé til eigin neyslu þurfa að huga vel að velferð dýra við aflífun og hreinlæti við meðferð sláturafurða. Sjúkdómsvaldandi örverur eins og listería, E. coli (STEC), salmonella og Clostridium geta borist með kjötafurðum í fólk.

Þeir sem hafa hug á að starfrækja lítið sláturhús sem samþykkta starfsstöð fyrir sölu og dreifingu sláturafurða eru hvattir til að kynna sér lög um matvælireglugerð um lítil matvælafyrirtæki og hefðbundin matvæli og styrki Matvælasjóðs. Starfsemin er háð starfsleyfi frá Matvælastofnun og fá framleiðendur dýraafurða úthlutað samþykkisnúmeri þegar leyfi er veitt.

Matvælastofnun hefur eftirlit með öryggi matvæla og velferð dýra í sláturhúsum, í flutningi og hjá bændum. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga hefur eftirlit með sölu og dreifingu sláturafurða.

Slæmt ástand á kolsýruvinnslu
Fréttir 30. ágúst 2024

Slæmt ástand á kolsýruvinnslu

Ástand kolsýruuppspretta á Hæðarenda í Grímsnesi er ekki í lagi að mati eiganda ...

Sigurborg mótar nýja heildarstefnu í dýraheilsumálum
Fréttir 30. ágúst 2024

Sigurborg mótar nýja heildarstefnu í dýraheilsumálum

Sigurborg Daðadóttir fer úr embætti yfirdýralæknis og tekur við nýju starfi í ma...

Reiknað afurðaverð hækkar um 0,67%
Fréttir 30. ágúst 2024

Reiknað afurðaverð hækkar um 0,67%

Sláturfélag Suðurlands (SS) hækkaði í síðustu viku afurðaverð til sauðfjárbænda....

Útlit fyrir sæmilega kartöfluuppskeru
Fréttir 29. ágúst 2024

Útlit fyrir sæmilega kartöfluuppskeru

Í Þykkvabænum er útlit fyrir sæmilega kartöfluuppskeru þegar á heildina er litið...

Heildarstefna í dýraheilbrigðismálum
Fréttir 29. ágúst 2024

Heildarstefna í dýraheilbrigðismálum

Sigurborg Daðadóttir, fráfarandi yfirdýralæknir, hefur tekið við starfi í matvæl...

Kyngreining sæðis hefst í haust
Fréttir 28. ágúst 2024

Kyngreining sæðis hefst í haust

Nautastöð Bændasamtaka Íslands (NBÍ) hefur gengið frá samningum við bandaríska f...

Ullarvika á Suðurlandi
Fréttir 28. ágúst 2024

Ullarvika á Suðurlandi

Ullarvika á Suðurlandi verður haldin í þriðja sinn dagana 29. september til 5. o...

Þingað um þörunga
Fréttir 28. ágúst 2024

Þingað um þörunga

Alþjóðleg þörungaráðstefna, Arctic Algea, verður haldin í Reykjavík 4. og 5. sep...