Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Blóm Campylocentrum insulare eru innan við 0,5 millimetrar að þvermáli.
Blóm Campylocentrum insulare eru innan við 0,5 millimetrar að þvermáli.
Mynd / Revistapesquisa
Fréttir 14. desember 2022

Orkideur frá Putalandi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Met í plöntuheiminum geta verið margs konar. Hæsta tréð, stærsta blómið og elsta pottaplantan.

Minnsta orkidean sem vitað er um í dag er af ættkvíslinni Campylocentrum og finnst í regnskógum Brasilíu.

Þessi míniatúr orkidea fannst árið 2015 og fékk tegundarheitið insulata. Blóm orkideunnar mælist í fullum blóma 0,5 millimetrar og því einungis hægt að skoða það í smásjá.

Reyndar var það svo að fyrst eftir að blómið fannst sýndist mönnum það vera sveppur.

Önnur smá-orkidea af ættkvíslinni Lepanthes var lengi vel talin sú minnsta og er upprunnin í regnskógum fjallanna í Gvatemala og vex þar sem ásæta á laufi plantna. Blóm hennar eru litlu stærri en blómin á C. insulare en þó nóg til að sannfæra flokkunarfræðinga að sú seinni sé minni. Áður en Lepanthes tegundin fannst taldist Platystele jungermannioides vera minnsta orkidean. Í dag er hún tiltölulega stór miðað við núverandi miníatúr methafa. Plantan vex sem ásæta á rótum stærri tegundum orkidea og finnst í þokuskógum Ekvador.

Blóm P. jungermannioides mælist um tveir millimetrar í fullum blóma og því fjórum sinnum stærra en blóm C. insulare.

Skylt efni: Orkídea

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...