Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Blóm Campylocentrum insulare eru innan við 0,5 millimetrar að þvermáli.
Blóm Campylocentrum insulare eru innan við 0,5 millimetrar að þvermáli.
Mynd / Revistapesquisa
Fréttir 14. desember 2022

Orkideur frá Putalandi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Met í plöntuheiminum geta verið margs konar. Hæsta tréð, stærsta blómið og elsta pottaplantan.

Minnsta orkidean sem vitað er um í dag er af ættkvíslinni Campylocentrum og finnst í regnskógum Brasilíu.

Þessi míniatúr orkidea fannst árið 2015 og fékk tegundarheitið insulata. Blóm orkideunnar mælist í fullum blóma 0,5 millimetrar og því einungis hægt að skoða það í smásjá.

Reyndar var það svo að fyrst eftir að blómið fannst sýndist mönnum það vera sveppur.

Önnur smá-orkidea af ættkvíslinni Lepanthes var lengi vel talin sú minnsta og er upprunnin í regnskógum fjallanna í Gvatemala og vex þar sem ásæta á laufi plantna. Blóm hennar eru litlu stærri en blómin á C. insulare en þó nóg til að sannfæra flokkunarfræðinga að sú seinni sé minni. Áður en Lepanthes tegundin fannst taldist Platystele jungermannioides vera minnsta orkidean. Í dag er hún tiltölulega stór miðað við núverandi miníatúr methafa. Plantan vex sem ásæta á rótum stærri tegundum orkidea og finnst í þokuskógum Ekvador.

Blóm P. jungermannioides mælist um tveir millimetrar í fullum blóma og því fjórum sinnum stærra en blóm C. insulare.

Skylt efni: Orkídea

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...