Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Óviss framtíð lausagöngu
Fréttir 19. júlí 2023

Óviss framtíð lausagöngu

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Álit umboðsmanns Alþingis um lausagöngu sauðfjár, sem kom út í október á síðasta ári, hefur komið af stað miklum skoðanadeilum um lagalegan grundvöll sauðfjárbeitar.

Báðir hagsmunahópar telja sig hafa rétt fyrir sér, þ.e. þeir sem telja álitið breyta öllu og hér eftir þurfi að girða allt sauðfé inni, og þeir sem segja álitið hafa lítil áhrif á óbreytt ástand. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, telur í ljósi þessa ekki ólíklegt að deilumál um túlkun á lagagreinum um lausagöngu rati fyrir dómstóla. Túlkun Bændasamtakanna sé sú að lausaganga sé heimil.

Kristín Magnúsdóttir, lögfræðingur og landeigandi á Snæfellsnesi, segir álit umboðsmanns breyta öllu og þetta sé aðeins upphafið að miklum breytingum á lausagöngu hérlendis. Samkvæmt henni komi skýrt fram í álitinu að lausaganga í leyfisleysi sé brot á friðhelgum eignarrétti, sem varinn sé í stjórnarskránni. Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, segir óvissu sveitarfélaga vera mjög mikla. Hann getur ekki svarað því hvort sveitarfélaginu beri sannarlega að smala og fjölmargar spurningar hafa vaknað um hvernig sveitarfélaginu beri að sjá um framkvæmdina. Sveitarfélögin óska eftir skýrum leiðbeiningum um hvernig þau skuli sinna vandaðri stjórnsýslu. Álitið gefi engar leiðbeiningar hvernig framfylgja skuli þeim lögum sem umboðsmaður telur rétthærri.

– Sjá nánar á síðum 20–22. í nýju Bændablaði sem kom út í dag

Skylt efni: lausaganga sauðfjár

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...