Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Óviss framtíð lausagöngu
Fréttir 19. júlí 2023

Óviss framtíð lausagöngu

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Álit umboðsmanns Alþingis um lausagöngu sauðfjár, sem kom út í október á síðasta ári, hefur komið af stað miklum skoðanadeilum um lagalegan grundvöll sauðfjárbeitar.

Báðir hagsmunahópar telja sig hafa rétt fyrir sér, þ.e. þeir sem telja álitið breyta öllu og hér eftir þurfi að girða allt sauðfé inni, og þeir sem segja álitið hafa lítil áhrif á óbreytt ástand. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, telur í ljósi þessa ekki ólíklegt að deilumál um túlkun á lagagreinum um lausagöngu rati fyrir dómstóla. Túlkun Bændasamtakanna sé sú að lausaganga sé heimil.

Kristín Magnúsdóttir, lögfræðingur og landeigandi á Snæfellsnesi, segir álit umboðsmanns breyta öllu og þetta sé aðeins upphafið að miklum breytingum á lausagöngu hérlendis. Samkvæmt henni komi skýrt fram í álitinu að lausaganga í leyfisleysi sé brot á friðhelgum eignarrétti, sem varinn sé í stjórnarskránni. Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, segir óvissu sveitarfélaga vera mjög mikla. Hann getur ekki svarað því hvort sveitarfélaginu beri sannarlega að smala og fjölmargar spurningar hafa vaknað um hvernig sveitarfélaginu beri að sjá um framkvæmdina. Sveitarfélögin óska eftir skýrum leiðbeiningum um hvernig þau skuli sinna vandaðri stjórnsýslu. Álitið gefi engar leiðbeiningar hvernig framfylgja skuli þeim lögum sem umboðsmaður telur rétthærri.

– Sjá nánar á síðum 20–22. í nýju Bændablaði sem kom út í dag

Skylt efni: lausaganga sauðfjár

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 4. apríl 2025

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni

Í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu er nú hafin vinna við að undirbúa að...

Huldar verur í sviðsljósið
Fréttir 3. apríl 2025

Huldar verur í sviðsljósið

Völva og sjáandi á Akureyri hefur unnið ötullega að því að efla samtal og áhuga ...

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri
Fréttir 3. apríl 2025

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri

Hjónin Sæbjörg Freyja Gísladóttir og Eyvindur Atli Ásvaldsson framleiða pakkasós...

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun
Fréttir 2. apríl 2025

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun

Á Hvammstanga er verið að þróa framleiðslu á íslensku víni. Rabarbarafreyðivínið...

Skepnur út undan í almannavörnum
Fréttir 1. apríl 2025

Skepnur út undan í almannavörnum

Dýraverndarsamband Íslands telur brýnt að styrkja stöðu dýra í almannavarnaástan...

Skoða bryggju austan við Vík
Fréttir 31. mars 2025

Skoða bryggju austan við Vík

Fyrirtækið EP Power Minerals Iceland ehf. hyggst gera bryggju við Alviðruhamra á...

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni
Fréttir 28. mars 2025

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni

Nærandi ferðaþjónusta er ný nálgun í ferðaþjónustu sem miðar að því að leggja ræ...

Endingarmeira malbik og vegklæðing
Fréttir 28. mars 2025

Endingarmeira malbik og vegklæðing

Með því að blanda hágæða jarðbiki úr endurunnum þakdúki í malbik eða vegklæðingu...