Pandabirnan Basi er látin
Elsta pandabirna í dýragarði er dáin. Basi, eins og birnan var kölluð, var á 38. ári og fékk hægt andlát.
Basi eyddi stórum hluta ævinnar í dýragarði í Fuzhou í Suðaustur-Kína og var hún sú pandabirna í heiminum sem náð hefur hæsta aldri sem vitað er um.
Pandabirnir eru alfriðaðir og undir ströngu eftirliti hvort sem það er í dýragörðum eða úti í náttúrunni og hefur eftirlitið orðið til þess að þeir eru ekki lengur taldir í útrýmingarhættu.
Basi var nefnd í höfuðið á dalnum sem hún bjó í ásamt fjölskyldu sinni til fimm ára aldurs en eftir það dvaldi hún í dýragarðinum í Fuzhou. Hún var fyrirmyndin að verndardýri Asíuleikanna 1990.
Starfsfólk dýragarðsins segist vera slegið yfir láti Basi. „Hún var okkur öllum kær, engill í umgengni og mikil vinkona. Basi mun búa áfram í hjarta okkar.“