Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Pandabirnan Basi er látin
Fréttir 2. október 2017

Pandabirnan Basi er látin

Höfundur: Vilmundur Hansen

Elsta pandabirna í dýragarði er dáin. Basi, eins og birnan var kölluð, var á 38. ári og fékk hægt andlát.

Basi eyddi stórum hluta ævinnar í dýragarði í Fuzhou í Suðaustur-Kína og var hún sú pandabirna í heiminum sem náð hefur hæsta aldri sem vitað er um.

Pandabirnir eru alfriðaðir og undir ströngu eftirliti hvort sem það er í dýragörðum eða úti í náttúrunni og hefur eftirlitið orðið til þess að þeir eru ekki lengur taldir í útrýmingarhættu.

Basi var nefnd í höfuðið á dalnum sem hún bjó í ásamt fjölskyldu sinni til fimm ára aldurs en eftir það dvaldi hún í dýragarðinum í Fuzhou. Hún var fyrirmyndin að verndardýri Asíuleikanna 1990.

Starfsfólk dýragarðsins segist vera slegið yfir láti Basi. „Hún var okkur öllum kær, engill í umgengni og mikil vinkona. Basi mun búa áfram í hjarta okkar.“

Skylt efni: Pand | Basi

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...