Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Framsýn gagnrýnir harðlega þá ákvörðun Póstsins að hækka verðskrár fyrirtækisins sem beinist eingöngu að landsbyggðinni og komi sér afar illa fyrir íbúa og atvinnulíf úti um hinar dreifðu byggðir.
Framsýn gagnrýnir harðlega þá ákvörðun Póstsins að hækka verðskrár fyrirtækisins sem beinist eingöngu að landsbyggðinni og komi sér afar illa fyrir íbúa og atvinnulíf úti um hinar dreifðu byggðir.
Fréttir 5. nóvember 2021

Pósturinn sendir íbúum landsbyggðar fingurinn

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

„Með þessum glórulausu hækkun­um er Pósturinn að senda íbúum í hinum dreifðu byggðum fingurinn,“ segir í ályktun sem Framsýn, stéttarfélag hefur sent frá sér. Bent er á að verðhækkun sem tók gildi hjá Póstinum í byrjun þessa mánaðar hafi áhrif á útgjaldaliði heimilanna og um mikilvægt byggðamál sé að ræða.

Framsýn gagnrýnir harðlega þá ákvörðun Póstsins að hækka verðskrár fyrirtækisins sem beinist eingöngu að landsbyggðinni og komi sér afar illa fyrir íbúa og atvinnulíf úti um hinar dreifðu byggðir. Ástæða verðbreytinga hjá Póstinum eru ný lög sem kveða á um að ekki sé heimilt að innheimta sama gjald fyrir sendingar um landið líkt og fyrri lög kváðu á um.

Fer jafnvel yfir 100% hækkun

Aðalsteinn Árni Baldursson, for­maður Framsýnar, segir að fram til þessa hafi verðskrá hins opinbera fyrirtækis, Póstsins, miðað við að sama verð gilti um land allt og sú hafi verið krafa löggjafans. Samkvæmt boðuðum verðskrárbreytingum nemi hækkunin í mörgum tilvikum tugum prósenta og fari jafnvel yfir 100%. Stjórnvöld geti ekki setið hjá og látið þetta óréttlæti viðgangast, vitlaust sé gefið, sem er ólíðandi.

Munum finna fyrir hærri kostnaði

„Við sem búum á landsbyggðinni höfum horft upp á það undanfarin ár að banka- og tryggingaútibú loka, sem og verslanir. Í auknum mæli verslar fólk í gegnum netið og þess verður ekki langt að bíða að menn finna fyrir því í enn hærri sendingarkostnaði en var,“ segir hann og bendir á sem dæmi að fréttabréf Framsýnar sé prentað á Egilsstöðum og flutt til Húsavíkur með pósti.
„Við flýttum útgáfu næsta tölublaðs til að komast hjá verðhækkuninni. Mér sýnist að það muni borga sig að senda mann eftir blaðinu næst,“ segir Aðalsteinn.

„Í sumum tilvikum er ódýrara að fara í leiðangra eftir vörum á næstu þéttbýlisstaði heldur en að fá sent með Póstinum. Ef sú verður raunin, dregur úr umsvifum Póstsins og verða fleiri á ferðinni. Það auðvitað er ekki gott upp á kolefnissporið. Allt hangir þetta saman,“ segir hann. 

Skylt efni: Framsýn | Pósturinn

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...