Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Framsýn gagnrýnir harðlega þá ákvörðun Póstsins að hækka verðskrár fyrirtækisins sem beinist eingöngu að landsbyggðinni og komi sér afar illa fyrir íbúa og atvinnulíf úti um hinar dreifðu byggðir.
Framsýn gagnrýnir harðlega þá ákvörðun Póstsins að hækka verðskrár fyrirtækisins sem beinist eingöngu að landsbyggðinni og komi sér afar illa fyrir íbúa og atvinnulíf úti um hinar dreifðu byggðir.
Fréttir 5. nóvember 2021

Pósturinn sendir íbúum landsbyggðar fingurinn

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

„Með þessum glórulausu hækkun­um er Pósturinn að senda íbúum í hinum dreifðu byggðum fingurinn,“ segir í ályktun sem Framsýn, stéttarfélag hefur sent frá sér. Bent er á að verðhækkun sem tók gildi hjá Póstinum í byrjun þessa mánaðar hafi áhrif á útgjaldaliði heimilanna og um mikilvægt byggðamál sé að ræða.

Framsýn gagnrýnir harðlega þá ákvörðun Póstsins að hækka verðskrár fyrirtækisins sem beinist eingöngu að landsbyggðinni og komi sér afar illa fyrir íbúa og atvinnulíf úti um hinar dreifðu byggðir. Ástæða verðbreytinga hjá Póstinum eru ný lög sem kveða á um að ekki sé heimilt að innheimta sama gjald fyrir sendingar um landið líkt og fyrri lög kváðu á um.

Fer jafnvel yfir 100% hækkun

Aðalsteinn Árni Baldursson, for­maður Framsýnar, segir að fram til þessa hafi verðskrá hins opinbera fyrirtækis, Póstsins, miðað við að sama verð gilti um land allt og sú hafi verið krafa löggjafans. Samkvæmt boðuðum verðskrárbreytingum nemi hækkunin í mörgum tilvikum tugum prósenta og fari jafnvel yfir 100%. Stjórnvöld geti ekki setið hjá og látið þetta óréttlæti viðgangast, vitlaust sé gefið, sem er ólíðandi.

Munum finna fyrir hærri kostnaði

„Við sem búum á landsbyggðinni höfum horft upp á það undanfarin ár að banka- og tryggingaútibú loka, sem og verslanir. Í auknum mæli verslar fólk í gegnum netið og þess verður ekki langt að bíða að menn finna fyrir því í enn hærri sendingarkostnaði en var,“ segir hann og bendir á sem dæmi að fréttabréf Framsýnar sé prentað á Egilsstöðum og flutt til Húsavíkur með pósti.
„Við flýttum útgáfu næsta tölublaðs til að komast hjá verðhækkuninni. Mér sýnist að það muni borga sig að senda mann eftir blaðinu næst,“ segir Aðalsteinn.

„Í sumum tilvikum er ódýrara að fara í leiðangra eftir vörum á næstu þéttbýlisstaði heldur en að fá sent með Póstinum. Ef sú verður raunin, dregur úr umsvifum Póstsins og verða fleiri á ferðinni. Það auðvitað er ekki gott upp á kolefnissporið. Allt hangir þetta saman,“ segir hann. 

Skylt efni: Framsýn | Pósturinn

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...