Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Mynd / HKr.
Fréttir 20. apríl 2021

Ráðuneytið telur flutning Búnaðarstofu hafa verið framfaraskref

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Bændasamtökin óskuðu fyrr á árinu eftir áliti umboðsmanns Alþingis á flutningi starfsemi Búnaðarstofu frá MAST til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Bent var á að í slíkum flutningi fælist mögulega brot á lögum um opinbera stjórnsýslu. Bændablaðið óskaði því eftir upplýsingum um fyrirkomulag á verkefnum sem snúa að framkvæmd búvörusamninga innan ráðuneytisins.

Bændasamtökin bíða enn eftir áliti umboðsmanns Alþingis, en í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Bændablaðsins segir:

„Verkefni sem áður tilheyrðu búnaðarstofu Matvælastofnunar voru flutt til ráðuneytisins með lögum nr. 84/2019 sem samþykkt voru á Alþingi 13. júní 2019. Með lögunum voru stjórnsýsluverkefni við framkvæmd búvörusamninga og söfnun hagtalna um úvöruframleiðslu færð frá Matvælastofnun til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og heyra þau verkefni nú undir nýja skrifstofu landbúnaðarmála í samræmi við markmið um að efla stjórnsýslu landbúnaðarmála innan ráðuneytisins.“

Telur tilfærslu verkefnanna frá Matvælastofnun til ráðuneytisins hafa verið framfaraskref

„Nýtt skipurit atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins tók gildi í október 2020 en með breytingunum urðu til þrjár nýjar fagskrifstofur í stað tveggja áður. Markmið skipulagsbreytinganna var að efla stjórnsýslu, skilvirkni og þjónustu ráðuneytisins með bættum vinnubrögðum, öflugu skipulagi og skýrri verkaskiptingu sem styður við fjölbreytt verkefni.

Hlutverk skrifstofu landbúnaðarmála er að skapa skilvirka umgjörð um landbúnaðarframleiðsluna. Á skrifstofunni starfa 11 starfsmenn með fjölbreytta þekkingu sem nýtist vel í þeim verkefnum sem þar er sinnt. Verkefni er varða framkvæmd búvörusamninga og söfnun hagtalna heyra undir verkefni skrifstofunnar og eru þannig afmörkuð með skýrum hætti innan ráðuneytisins. Starfsmenn skrifstofunnar vinna saman að því að tryggja skilvirka framkvæmd samninganna, framþróun í stafrænni þjónustu og upplýsingasöfnun og -miðlun.

Ráðuneytið telur tilfærslu verk­efnanna frá Matvælastofnun til ráðuneytisins hafa verið framfaraskref sem er til þess fallið að efla stjórnsýslu og stefnumótun á málefnasviði landbúnaðar.“

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...