Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Fallega kvígan í fjósinu í Syðri-Gróf 2 með mömmu sinni. Kvígan heitir Ungfrú og mamman Mjallhvít.
Fallega kvígan í fjósinu í Syðri-Gróf 2 með mömmu sinni. Kvígan heitir Ungfrú og mamman Mjallhvít.
Mynd / Elísabet Thorsteinsson
Fréttir 17. maí 2021

Rauðgrönótt kvíga fæddist á Syðri-Gróf 2 í Flóahreppi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Nýlega kom í bæinn mjög falleg hvít kvíga á bænum Syðri-Gróf 2 í Flóahreppi þar sem Elísabet Thorsteinsson og Axel Páll Einarsson eru bændur. Þau eiga börnin Lilju Maríu (9 ára) og Pál Axel (6 ára) og eiga svo von á öðrum strák í maí.

Á bænum eru 28 árskýr, 110 ær og 17 hross. Kvígan, sem hefur fengið nafið Ungfrú, er undan Mjallhvít 0684 og Kláus 14031.

„Við höldum mikið upp á þennan lit og hafa alltaf verið grönóttar kýr í fjósinu. Ungfrú er rauðgrönótt en áberandi mikið hvít eins og móðir sín. Okkur þykir gaman að geta viðhaldið þessum fallega lit í kúastofninum. Árið 2015 fór naut á nautastöðina frá okkur sem var svartgrönótt sem vakti mikla lukku litaglaðra bænda. Hann hét Grani. Það sem einkennir þessar kýr er að þær eru mjög skapgóðar,“ segir Elísabet.

Skylt efni: kúalitir

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...