Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Reisa á tíu nýjar vindmyllur fyrir fimm milljarða króna
Fréttir 30. desember 2014

Reisa á tíu nýjar vindmyllur fyrir fimm milljarða króna

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Ef af þessu yrði þá er þetta auðvitað heilmikil framkvæmd, áætlun upp á 5 milljarða, þannig að enginn fer af stað með slíkt nema með vönduðum undirbúningi,“ segir Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, en nú stendur til að setja upp vindmyllugarð í Þykkvabænum á vegum fyrirtækisins Biokraft.

„Íbúafundur í Þykkvabænum 8. desember  var auðvitað liður í því. Umræður á fundinum voru m.a. um mögulegt staðarval, umhverfisáhrif, stærð fjárfestingar, nýtingu raforkunnar og áhrif á atvinnu- og efnahagslíf á svæðinu. Það sem flestum finnst skipta mjög miklu máli er hvort þessi fjárfesting myndi skila íbúum á svæðinu bættum kjörum. En það er auðvitað ljóst að ekkert fer af stað nema íbúar séu þessu almennt fylgjandi og sjái í þessu framfarir.“

Fyrirtækið setti upp tvær myllur í Þykkvabænum í sumar sem hafa gefist mjög vel og framleiða rafmagn inn á landskerfið. Orkuframleiðsla nýju vindmyllanna verður þrjátíu og fimm megawött, eða hundrað og fimmtíu gígavattsundir á ári.

„Vindmyllurnar verða miklu stærri en núverandi myllur, eða allt að áttatíu og fimm metra háar og vænghafið verður um hundrað og tólf metrar. Vegna stærðar verkefnisins þarf það að fara í umhverfismat. Við vonumst til að allar nýju vindmyllurnar verði komnar upp 2017,“ segir Snorri Sturluson, framkvæmdastjóri verkefnisins.

Skylt efni: Vindmyllur

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...