Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Bilun varð í tölvubúnaði í Bændahöllinni í upphafi vikunnar.
Bilun varð í tölvubúnaði í Bændahöllinni í upphafi vikunnar.
Mynd / TB
Fréttir 10. júlí 2019

Rekstrartruflanir í tölvukerfum BÍ

Höfundur: Ritstjórn

Nokkur tölukerfi Bændasamtakanna lágu niðri í byrjun vikunnar og töluverðan tíma tók að endurheimta gögn af afritunardiskum til þess að koma öllu í samt lag. Bilun varð í svokallaðri diskastæðu sem geymir gögn tölvukerfa BÍ sem vistuð eru í Bændahöllinni.

Kerfin sem urðu fyrir barðinu á biluninni voru meðal annars Fjárvís og dk-bóhaldskerfið auk innanhússkerfa eins og tölvupósts og útgáfukerfis Bændablaðsins. 

Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri BÍ segir að þetta sé alvarlegasta bilun sem komið hafi upp í tölvukerfum samtakanna um árabil.

„Kerfisstjórinn okkar og samstarfsfólk hafa unnið nær óslitið við að endurheimta gögn og koma öllu í lag. Mögulega glötuðust skammtímagögn sem unnin voru daginn sem kerfin fóru niður en útlit er fyrir að það takist að endurheimta allt. Það tekur þó alveg út vikuna að ljúka yfirferð. “

Að sögn viðgerðarmanna var strax, þegar bilunin kom upp, hafist handa við að endurheimta gögn og koma þeim fyrir að nýju á hörðum diskum. Allt hefur gengið að óskum en verkið tók langan tíma vegna mikils gagnamagns. Í tilkynningu á vef BÍ voru notendur beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem bilunin kann að valda.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...