Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Bilun varð í tölvubúnaði í Bændahöllinni í upphafi vikunnar.
Bilun varð í tölvubúnaði í Bændahöllinni í upphafi vikunnar.
Mynd / TB
Fréttir 10. júlí 2019

Rekstrartruflanir í tölvukerfum BÍ

Höfundur: Ritstjórn

Nokkur tölukerfi Bændasamtakanna lágu niðri í byrjun vikunnar og töluverðan tíma tók að endurheimta gögn af afritunardiskum til þess að koma öllu í samt lag. Bilun varð í svokallaðri diskastæðu sem geymir gögn tölvukerfa BÍ sem vistuð eru í Bændahöllinni.

Kerfin sem urðu fyrir barðinu á biluninni voru meðal annars Fjárvís og dk-bóhaldskerfið auk innanhússkerfa eins og tölvupósts og útgáfukerfis Bændablaðsins. 

Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri BÍ segir að þetta sé alvarlegasta bilun sem komið hafi upp í tölvukerfum samtakanna um árabil.

„Kerfisstjórinn okkar og samstarfsfólk hafa unnið nær óslitið við að endurheimta gögn og koma öllu í lag. Mögulega glötuðust skammtímagögn sem unnin voru daginn sem kerfin fóru niður en útlit er fyrir að það takist að endurheimta allt. Það tekur þó alveg út vikuna að ljúka yfirferð. “

Að sögn viðgerðarmanna var strax, þegar bilunin kom upp, hafist handa við að endurheimta gögn og koma þeim fyrir að nýju á hörðum diskum. Allt hefur gengið að óskum en verkið tók langan tíma vegna mikils gagnamagns. Í tilkynningu á vef BÍ voru notendur beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem bilunin kann að valda.

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...