Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Rúmlega 88% Vestfirðinga vilja veg um Teigsskóg
Fréttir 6. júlí 2018

Rúmlega 88% Vestfirðinga vilja veg um Teigsskóg

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Eftir áratugabaráttu Vestfirðinga fyrir samgöngubótum í Austur-Barðastrandarsýslu gengur hvorki né rekur hvað varðar leiðina úr Þorskafirði um Djúpafjörð, Gufufjörð og í Kollafjörð. Nýleg skoðanakönnun Gallup sýnir þó glögglega yfirgnæfandi vilja Vestfirðinga til að farið verði í vegagerð um Teigsskóg.

Til að fá fram skoðanir Vest­firðinga sjálfra á afstöðunni til vegagerðar um Teigsskóg, burtséð frá öðum hugmyndum, fékk Guðmundur Halldórsson, aldraður skipstjóri í Bolungarvík, Gallup til að framkvæma könnun um málið.

Spurt um tillögu Vegagerðarinnar

Könnunin var gerð dagana 7. til 21. maí. Úrtakið var 1.106 einstaklingar, 18 ára og eldri, úr póstnúmerunum 380 til 512. Svör fengust frá 550 manns, eða 49,7%, sem er ekki ólíkt hlutfall og þekkist úr viðhorfskönnunum síðustu árin. Spurningin sem Gallup lagði fyrir svarendur var eftirfarandi: Ertu fylgjandi eða andvíg(ur) tillögu Vegagerðar ríkisins um lagningu nýs vegar í Gufudalssveit, svonefnda Þ-H leið, sem á að liggja að hluta til um Teigsskóg í Þorskafirði?

Gefin var möguleiki á að svara hvort viðkomandi væri að öllu leyti fylgjandi, mjög fylgjandi, frekar fylgjandi, hvorki né, frekar andvíg(ur), mjög andvíg(ur) eða að öllu leyti andvíg(ur).

Vilja veg um Teigsskóg

Niðurstaðan var ótvíræð. Af þeim sem tóku afstöðu að einhverju eða öllu leyti með lagningu vegar um Teigsskóg, voru 88,3% svaranda því fylgjandi. Einungis 6,4% voru því andvíg. 

Þegar rýnt er nánar í niður­stöðurnar kemur í ljós að 60,8% svarenda voru að öllu leyti fylgjandi tillögu Vegagerðar ríkisins um lagningu nýs vegar í Gufudalssveit. 18,2% voru tillögunni mjög fylgjandi og 9,3% voru frekar fylgjandi tillögunni.

Hlutfall svarenda skiptist nokkuð jafnt eftir kynjum, eða 51,8% karlar og 48,2% konur. Líkt og komið hefur fram í öðrum skoðanakönnunum þá var stærsta hlutfall svarenda 35 ára og eldri og mest svarhlutfall hjá þeim sem voru yfir 55 ára aldri. 

Guðmundur sagði í samtali við Bændablaðið að niðurstaðan væri ótvíræð. Því furðaði hann sig á að Ríkisútvarpið hafi neitað að taka könnunina til birtingar, ekki síst þar sem könnunin væri gerð samkvæmt vísindalegri forskrift af virtu fyrirtæki á þessu sviði.

Þ-H leið styttir leiðina um 21,6 km

Leið sem Vegagerðin kallar Þ-H og spurt var um í könnuninni fylgir núverandi vegi frá Bjarkalundi að Þorskafirði og þverar Þorskafjörð rétt utan við Mjólkárlínu. Hún liggur svo út með Þorskafirði að vestanverðu. Við Hallsteinsnes þverar hún Djúpafjörð við mynni hans, liggur síðan um Grónes og þverar svo Gufufjörð við mynni hans. Hún liggur um Melanes og endar við Skálaneshraun á Skálanesi.

Leiðin verður 20,0 km löng og styttir Vestfjarðaveg um 21,6 km. Byggja þarf 260 metra brú yfir Þorskafjörð, 300 metra brú yfir Djúpafjörð og 130 metra brú yfir Gufufjörð, samtals 690 metra langar brýr. Leggja þarf 5,8 km langa tengingu að núverandi Vestfjarðavegi í Djúpafirði. Mögulegt er að leggja af langa kafla á núverandi vegi, að því er fram kemur í skýrslu Vegagerðarinnar um mat á umhverfisáhrifum frá því í febrúar 2017.

Áætlað var að þessi leið kostaði um 6,4 milljarða króna og er hún að mati Vegagerðarinnar ódýrasta og hagkvæmasta lausnin til að koma veglínunni niður á láglendi.

Sveitarstjórn Reykhólahrepps valdi Teigsskógsleiðina

Á fundi sveitarstjórnar Reykhóla­hrepps 8. mars 2018 var samþykkt mál sem margir höfðu  beðið eftir í ofvæni hvernig færi; leiðaval á Vestfjarðavegi (60) í Gufudalssveit. Leið Þ-H var valin í aðalskipulagstillögu, yfirleitt kennd við Teigsskóg.

Ný úttekt kostuð af Hagkaupsbræðrum

Eftir þessa afgreiðslu Reykhóla­hrepps 8. mars virtist málið í höfn, en svo var alls ekki. Mánuði síðar tók hreppsnefndin óvæntan núning þegar hún samþykkti að fela norsku verkfræðistofunni Multiconsult að gera nýja úttekt á veglínum. Hagkaupsbræðurnir Sigurður Gísli og Jón Pálmasynir buðu Reykhólahreppi fimm milljóna króna styrk til að kosta úttektina. Niðurstaða Multiconsult hér að ofan var svo kynnt á opnum fundi á Reykhólum á miðvikudagskvöld í síðustu viku.

Skylt efni: Teigsskógur

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...