Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sáði alfalfa í kvarthektara eftir að hafa lesið grein um plöntuna í Bændablaðinu
Fréttir 29. maí 2019

Sáði alfalfa í kvarthektara eftir að hafa lesið grein um plöntuna í Bændablaðinu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Kristján Jóhannesson á Bjarkarási 1 í Hvalfjarðarsveit segist hafa ákveðið að gera tilraun með að rækta alfalfa, eða refasmára, eftir að hafa lesið grein um plöntuna í Bændablaðinu síðastliðið haust.

Bjarkarás 1 er tæpir 30 hektarar að stærð og á Kristján fimm hross en hann segist hættur með kindur enda hafi hann verið hobbíbóndi undir það síðasta og í dag leigir hann túnin til nágranna sinna.

Hugmyndin kemur úr Bændablaðinu

„Áhugi minn á alfalfa vaknaði þegar ég las grein um plöntuna í Bændablaðinu síðastliðið haust og hef ekki losnað við þá hugmynd úr höfðinu að prófa að rækta hana hér og ákvað að slá til og sáði í kvarthektara 19. maí síðastliðinn.

Það sem vakti meðal annars áhuga minn er að það segir í blaðinu að alfalfa sé góð fóðurjurt og mest ræktaða fóður í heimi og mig langaði að sjá hvort ekki væri hægt að rækta það hér og nota sem skepnufóður.

Ég reyndi að leita mér nánari upplýsinga um ræktun refasmára, eins og plantan kallast á íslensku, en fann ekki mikið sem hægt er að styðjast við og ákvað því að styðja mig við upplýsingarnar í Bændablaðinu.“
Ræktun á refasmára

Ræktun á refasmára á heimsvísu er um 450 milljón tonn á ári og um það bil 30 milljón hektarar lands eru notaðir til ræktunarinnar.

Erlendis þar sem alfalfaræktun er mest er fræjum plöntunnar sáð bæði vor og haust. Plantan er mislanglíf í ræktun eftir veðurfari og getur enst frá tveimur og upp í tuttugu ár. Þar sem best lætur gefur plantan nokkrar, allt upp í tólf, uppskerur á ári. Hæfilegt sáðmagn er 13 til 20 kíló á hektara.


Plantan kýs sólríkan stað og vel framræstan jarðveg sem er ríkur af fosfór og kalí og með pH 6,8 til 7,5.

Fimm kíló af smituðu fræi

Kristján segist hafa spurnir af því að ræktun á refasmára hafi verið reynd að Helgavatni í Þverárhlíð en að hann hafi ekki fengið það staðfest.

„Landið sem ég sáði í er kvarthektari að stærð og ég hef áður gert tilraun með að rækta í því sexraða bygg og rauðsmára.

Ég fékk tíu kíló af refasmárafræi í gegnum Kaupfélagið í Borgarnesi og líka smitefni með jarðvegsgerlum. Refasmári er belgjurt og framleiðir sjálf nitur eða köfnunarefni úr andrúmsloftinu með hjálp jarðvegsgerla og betra að smita fræið með þeim fyrir sáningu til að auka líkur á góðri uppskeru.“

Kristján segist hafa sáð fimm kílóum í flagið að þessu sinni.

Gekk illa að fá réttan áburð

„Þar sem refasmári er belgjurt er ekki borinn á hann köfnunarefni og gott að gefa þrífosfat og kalíríkan áburð. Reyndar var ekki auðvelt að verða sér úti um þrífosfat en að lokum komst ég yfir 150 kíló úr poka sem hafði rifnað í Þorlákshöfn og ég fékk að kaupa.“

Bændur fá tjónastuðning eftir kuldakast
Fréttir 11. apríl 2025

Bændur fá tjónastuðning eftir kuldakast

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að tillögu Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegará...

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025
Fréttir 11. apríl 2025

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025 voru veitt við hátíðlega athöfn í Kvikunni, m...

Vill aukið fjármagn til næstu búvörusamninga
Fréttir 11. apríl 2025

Vill aukið fjármagn til næstu búvörusamninga

Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segist sakna þess að fastar ...

Slæm staða á Reykjum
Fréttir 11. apríl 2025

Slæm staða á Reykjum

Soffía Sveinsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu), hefur sent ...

Jafnvægisverð 250 krónur
Fréttir 10. apríl 2025

Jafnvægisverð 250 krónur

Markaður með greiðslumark í mjólk var haldinn þann 1. apríl og náðu viðskiptin y...

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva
Fréttir 10. apríl 2025

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva

Atvinnuvegaráðherra segist munu leggja fram eigið frumvarp sem leyfi samruna kjö...

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari
Fréttir 10. apríl 2025

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari

Vaxandi vilji er meðal norrænu þjóðanna til að fara í samstarf um viðbúnað og ne...

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda
Fréttir 10. apríl 2025

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda

Fundaferð Bændasamtaka Íslands og atvinnuvegaráðherra lauk í gær. Helstu málefni...