Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Sala og dreifing á unnum afurðum villtra fugla
Fréttir 28. desember 2021

Sala og dreifing á unnum afurðum villtra fugla

Höfundur: Vilmundur Hansen

Vegna ábendinga til Matvælastofnunar um sölu og dreifingu á unnum afurðum frá villtum fuglum, er rétt að benda á að ekki má selja afurðir gæsa, anda eða annarra villtra fugla, né dreifa þeim, nema með leyfi Matvælastofnunar eða viðkomandi Heilbrigðiseftirlitssvæðis. 

Auglýsing á Facebook getur talist til sölu eða dreifingar. Stofnuninni er skylt og mun fylgja eftir auglýsingum um sölu og dreifingu á þessum afurðum.

Undantekning er þegar veiðimaður afhendir heilan fugl, óreyttan, til neytenda, markaða eða veitingastaða. Sérhver meðhöndlun á gæs telst sem vinnsla og er leyfiskyld ef selja eða dreifa á afurðunum.  Þetta á t.d. við um pakkaðar gæsa- og andabringur, kryddaðar og ókryddaðar, um pate og kæfu frá þessum fuglum og um grafnar afurðir þeirra.

Þegar neytt er villibráðar sem hefur verið skotin þarf ávallt að hafa í huga að hætta er á að leifar af skotfærum getur leynst í kjötinu og að blýmengun getur verið til staðar en blý er þungmálmur sem ber að varast.

Skylt efni: Villibráð fuglar

Allt fæst í kaupfélaginu
Fréttir 30. júlí 2024

Allt fæst í kaupfélaginu

Ólíkt því sem áður var eru verslanir í eigu kaupfélaga orðnar sjaldgæfar. Á Hvam...

Stórþörungar í matvæli
Fréttir 29. júlí 2024

Stórþörungar í matvæli

Verkefninu Seafoodture, um stórþörunga í matvæli, hefur verið hleypt af stokkunu...

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...