Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Þórhildur M. Jónsdóttir, frá Kokkhúsi og Vörusmiðju BioPol, er áfram formaður.
Þórhildur M. Jónsdóttir, frá Kokkhúsi og Vörusmiðju BioPol, er áfram formaður.
Mynd / Aðsend
Fréttir 24. febrúar 2021

Sama aðalstjórn situr áfram hjá Samtökum smáframleiðenda matvæla

Höfundur: smh

Á aðalfundi Samtaka smáframleiðenda matvæla, sem haldinn var í gær með fjarfundarfyrirkomulagi, var aðalstjórn endurkjörin og verður Þórhildur M. Jónsdóttir, frá Kokkhúsi og Vörusmiðju BioPol, áfram formaður.

Með henni í stjórn eru Svava Hrönn Guðmundsdóttir, varaformaður hjá SVAVA sinnep, Auður B. Ólafsdóttir, meðstjórnandi hjá Pönnukökuvagninum, Þröstur Heiðar Erlingsson, meðstjórnandi frá Birkihlíð Kjötvinnsla, og Ólafur Loftsson, meðstjórnandi hjá Súrkál fyrir sælkera. Ný inn í varastjórn koma þau Einar Sigurður Einarsson, frá Aldingróðri, og Hrefna Erlinda Valdemarsdóttir, frá Fiskvinnslunni Hrefnu.

Samtök smáframleiðenda matvæla voru stofnuð á Hótel Sögu þann 5. nóvember 2019. Félagsmenn með fulla aðild eru 125 og 40 með aukaaðild. Framkvæmdastjóri samtakanna er Oddný Anna Björnsdóttir, sjálfstæður ráðgjafi.


Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...