Sama aðalstjórn situr áfram hjá Samtökum smáframleiðenda matvæla
Á aðalfundi Samtaka smáframleiðenda matvæla, sem haldinn var í gær með fjarfundarfyrirkomulagi, var aðalstjórn endurkjörin og verður Þórhildur M. Jónsdóttir, frá Kokkhúsi og Vörusmiðju BioPol, áfram formaður.
Með henni í stjórn eru Svava Hrönn Guðmundsdóttir, varaformaður hjá SVAVA sinnep, Auður B. Ólafsdóttir, meðstjórnandi hjá Pönnukökuvagninum, Þröstur Heiðar Erlingsson, meðstjórnandi frá Birkihlíð Kjötvinnsla, og Ólafur Loftsson, meðstjórnandi hjá Súrkál fyrir sælkera. Ný inn í varastjórn koma þau Einar Sigurður Einarsson, frá Aldingróðri, og Hrefna Erlinda Valdemarsdóttir, frá Fiskvinnslunni Hrefnu.
Samtök smáframleiðenda matvæla voru stofnuð á Hótel Sögu þann 5. nóvember 2019. Félagsmenn með fulla aðild eru 125 og 40 með aukaaðild. Framkvæmdastjóri samtakanna er Oddný Anna Björnsdóttir, sjálfstæður ráðgjafi.