Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Frá aðalfundi Samtaka smáframleiðenda matvæla sem fram fór í gegnum fjarfundabúnað.
Frá aðalfundi Samtaka smáframleiðenda matvæla sem fram fór í gegnum fjarfundabúnað.
Mynd / Skjámynd
Fréttir 28. apríl 2020

Sama stjórn heldur áfram hjá Samtökum smáframleiðenda matvæla

Höfundur: smh

Samtök smáframleiðenda matvæla (SSFM) héldu sinn fyrsta aðalfund þann 21. apríl í gegnum fjarfundabúnað. Samþykktir eru óbreyttar eftir fundinn og fékk stjórnin umboð á fundinum til að halda áfram.

Að sögn framkvæmdastjóra samtakanna, Oddnýjar Önnu Björnsdóttur, gekk fundurinn snurðulaust fyrir sig, en fundarstjórn var í höndum Sveins Margeirssonar. Hún fór á fundinum yfir skýrslu um störf samtakanna og rekstrarreikning frá stofnun í nóvember síðastliðnum og fram að fundardegi, en hún er aðgengileg á nýjum vef samtakanna. Á fundinum fór hún einnig yfir vefinn; innihald hans og virkni.

Félagsgjöld fyrir árið 2020 eru 10.000 krónur fyrir fulla aðild og 5.000 fyrir auka aðild eins og samþykkt var á stofnfundinum.

Stjórn SSFM skipa áfam þau Karen Jónsdóttir formaður og Svava Hrönn Guðmundsdóttir varaformaður og meðstjórnendurnir Guðný Harðardóttir, Þórhildur M. Jónsdóttir og Þröstur Heiðar Erlingsson og verður stjórn áfram ólaunuð. Í varastjórn sitja einnig áfram þau Ólafur Loftsson fyrsti varamaður og Auður B. Ólafsdóttir annar varamaður.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...