Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Frá aðalfundi Samtaka smáframleiðenda matvæla sem fram fór í gegnum fjarfundabúnað.
Frá aðalfundi Samtaka smáframleiðenda matvæla sem fram fór í gegnum fjarfundabúnað.
Mynd / Skjámynd
Fréttir 28. apríl 2020

Sama stjórn heldur áfram hjá Samtökum smáframleiðenda matvæla

Höfundur: smh

Samtök smáframleiðenda matvæla (SSFM) héldu sinn fyrsta aðalfund þann 21. apríl í gegnum fjarfundabúnað. Samþykktir eru óbreyttar eftir fundinn og fékk stjórnin umboð á fundinum til að halda áfram.

Að sögn framkvæmdastjóra samtakanna, Oddnýjar Önnu Björnsdóttur, gekk fundurinn snurðulaust fyrir sig, en fundarstjórn var í höndum Sveins Margeirssonar. Hún fór á fundinum yfir skýrslu um störf samtakanna og rekstrarreikning frá stofnun í nóvember síðastliðnum og fram að fundardegi, en hún er aðgengileg á nýjum vef samtakanna. Á fundinum fór hún einnig yfir vefinn; innihald hans og virkni.

Félagsgjöld fyrir árið 2020 eru 10.000 krónur fyrir fulla aðild og 5.000 fyrir auka aðild eins og samþykkt var á stofnfundinum.

Stjórn SSFM skipa áfam þau Karen Jónsdóttir formaður og Svava Hrönn Guðmundsdóttir varaformaður og meðstjórnendurnir Guðný Harðardóttir, Þórhildur M. Jónsdóttir og Þröstur Heiðar Erlingsson og verður stjórn áfram ólaunuð. Í varastjórn sitja einnig áfram þau Ólafur Loftsson fyrsti varamaður og Auður B. Ólafsdóttir annar varamaður.

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...

Kyngreining sæðis hafin
Fréttir 27. desember 2024

Kyngreining sæðis hafin

Við Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði hefur verið komið upp f...

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...