Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Frá aðalfundi Samtaka smáframleiðenda matvæla sem fram fór í gegnum fjarfundabúnað.
Frá aðalfundi Samtaka smáframleiðenda matvæla sem fram fór í gegnum fjarfundabúnað.
Mynd / Skjámynd
Fréttir 28. apríl 2020

Sama stjórn heldur áfram hjá Samtökum smáframleiðenda matvæla

Höfundur: smh

Samtök smáframleiðenda matvæla (SSFM) héldu sinn fyrsta aðalfund þann 21. apríl í gegnum fjarfundabúnað. Samþykktir eru óbreyttar eftir fundinn og fékk stjórnin umboð á fundinum til að halda áfram.

Að sögn framkvæmdastjóra samtakanna, Oddnýjar Önnu Björnsdóttur, gekk fundurinn snurðulaust fyrir sig, en fundarstjórn var í höndum Sveins Margeirssonar. Hún fór á fundinum yfir skýrslu um störf samtakanna og rekstrarreikning frá stofnun í nóvember síðastliðnum og fram að fundardegi, en hún er aðgengileg á nýjum vef samtakanna. Á fundinum fór hún einnig yfir vefinn; innihald hans og virkni.

Félagsgjöld fyrir árið 2020 eru 10.000 krónur fyrir fulla aðild og 5.000 fyrir auka aðild eins og samþykkt var á stofnfundinum.

Stjórn SSFM skipa áfam þau Karen Jónsdóttir formaður og Svava Hrönn Guðmundsdóttir varaformaður og meðstjórnendurnir Guðný Harðardóttir, Þórhildur M. Jónsdóttir og Þröstur Heiðar Erlingsson og verður stjórn áfram ólaunuð. Í varastjórn sitja einnig áfram þau Ólafur Loftsson fyrsti varamaður og Auður B. Ólafsdóttir annar varamaður.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...