Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Sameining talin líkleg
Fréttir 19. júlí 2023

Sameining talin líkleg

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Efnt verður til atkvæðagreiðslu meðal íbúa sveitarfélaganna Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar um mögulega sameiningu þeirra.

Skal atkvæðagreiðslunni vera lokið 28. október í ár. Telja forsvarsmenn beggja sveitarfélaga að sameining væri framfaraskref fyrir báða aðila. Samstarfsnefnd, skipaðri af báðum sveitarstjórnum, hefur verið falið að undirbúa atkvæðagreiðslu og kynna tillöguna og helstu forsendur fyrir íbúum. Málið hefur verið til umræðu og skoðunar í nokkurn tíma og unnu sjö starfshópar nefndarinnar greiningu og tillögugerð í einstökum málaflokkum.

Sveitarfélögin hafa í sameiningu skorað á stjórnvöld að hefja nú þegar undirbúning við gerð jarðganga um Mikladal og Hálfdán í einni framkvæmd, enda sé sú framkvæmd forsenda fyrir farsælli sameiningu sveitarfélaganna.

Miklu máli skipti að hægt verði að ferðast milli byggðakjarna allt árið um kring til að svæðið myndi einn búsetu-, atvinnu- og þjónustukjarna. Lagt er til að hönnun jarðganganna verði sett á dagskrá fyrsta hluta samgönguáætlunar og að framkvæmd þeirra verði á öðrum hluta hennar.

Sveitarfélagið Vesturbyggð nær yfir alla suðurfirði Vestfjarða, frá Arnarfirði að Kjálkafirði, að Tálknafirði undanskildum. Það varð til 11. júní 1994 við sameiningu fjögurra sveitarfélaga: Barðastrandarhrepps, Rauðasandshrepps, Bíldudalshrepps og Patrekshrepps. Sameiningartillagan var felld í kosningum á Tálknafirði og eru nú tvö sveitarfélög á sunnanverðum Vestfjörðum, Tálknafjarðarhreppur og Vesturbyggð. Til Vesturbyggðar teljast byggðakjarnarnir Birkimelur á Barðaströnd, Bíldudalur og Patreksfjörður og sveitirnar Barðaströnd, Breiðavík, Hænuvík, Ketildalir, Látrar, Rauðisandur og Suðurfirðir. Þéttbýlið á Tálknafirði ber samnefnt heiti.

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...