Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Sameining talin líkleg
Fréttir 19. júlí 2023

Sameining talin líkleg

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Efnt verður til atkvæðagreiðslu meðal íbúa sveitarfélaganna Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar um mögulega sameiningu þeirra.

Skal atkvæðagreiðslunni vera lokið 28. október í ár. Telja forsvarsmenn beggja sveitarfélaga að sameining væri framfaraskref fyrir báða aðila. Samstarfsnefnd, skipaðri af báðum sveitarstjórnum, hefur verið falið að undirbúa atkvæðagreiðslu og kynna tillöguna og helstu forsendur fyrir íbúum. Málið hefur verið til umræðu og skoðunar í nokkurn tíma og unnu sjö starfshópar nefndarinnar greiningu og tillögugerð í einstökum málaflokkum.

Sveitarfélögin hafa í sameiningu skorað á stjórnvöld að hefja nú þegar undirbúning við gerð jarðganga um Mikladal og Hálfdán í einni framkvæmd, enda sé sú framkvæmd forsenda fyrir farsælli sameiningu sveitarfélaganna.

Miklu máli skipti að hægt verði að ferðast milli byggðakjarna allt árið um kring til að svæðið myndi einn búsetu-, atvinnu- og þjónustukjarna. Lagt er til að hönnun jarðganganna verði sett á dagskrá fyrsta hluta samgönguáætlunar og að framkvæmd þeirra verði á öðrum hluta hennar.

Sveitarfélagið Vesturbyggð nær yfir alla suðurfirði Vestfjarða, frá Arnarfirði að Kjálkafirði, að Tálknafirði undanskildum. Það varð til 11. júní 1994 við sameiningu fjögurra sveitarfélaga: Barðastrandarhrepps, Rauðasandshrepps, Bíldudalshrepps og Patrekshrepps. Sameiningartillagan var felld í kosningum á Tálknafirði og eru nú tvö sveitarfélög á sunnanverðum Vestfjörðum, Tálknafjarðarhreppur og Vesturbyggð. Til Vesturbyggðar teljast byggðakjarnarnir Birkimelur á Barðaströnd, Bíldudalur og Patreksfjörður og sveitirnar Barðaströnd, Breiðavík, Hænuvík, Ketildalir, Látrar, Rauðisandur og Suðurfirðir. Þéttbýlið á Tálknafirði ber samnefnt heiti.

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...