Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Sameining talin líkleg
Fréttir 19. júlí 2023

Sameining talin líkleg

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Efnt verður til atkvæðagreiðslu meðal íbúa sveitarfélaganna Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar um mögulega sameiningu þeirra.

Skal atkvæðagreiðslunni vera lokið 28. október í ár. Telja forsvarsmenn beggja sveitarfélaga að sameining væri framfaraskref fyrir báða aðila. Samstarfsnefnd, skipaðri af báðum sveitarstjórnum, hefur verið falið að undirbúa atkvæðagreiðslu og kynna tillöguna og helstu forsendur fyrir íbúum. Málið hefur verið til umræðu og skoðunar í nokkurn tíma og unnu sjö starfshópar nefndarinnar greiningu og tillögugerð í einstökum málaflokkum.

Sveitarfélögin hafa í sameiningu skorað á stjórnvöld að hefja nú þegar undirbúning við gerð jarðganga um Mikladal og Hálfdán í einni framkvæmd, enda sé sú framkvæmd forsenda fyrir farsælli sameiningu sveitarfélaganna.

Miklu máli skipti að hægt verði að ferðast milli byggðakjarna allt árið um kring til að svæðið myndi einn búsetu-, atvinnu- og þjónustukjarna. Lagt er til að hönnun jarðganganna verði sett á dagskrá fyrsta hluta samgönguáætlunar og að framkvæmd þeirra verði á öðrum hluta hennar.

Sveitarfélagið Vesturbyggð nær yfir alla suðurfirði Vestfjarða, frá Arnarfirði að Kjálkafirði, að Tálknafirði undanskildum. Það varð til 11. júní 1994 við sameiningu fjögurra sveitarfélaga: Barðastrandarhrepps, Rauðasandshrepps, Bíldudalshrepps og Patrekshrepps. Sameiningartillagan var felld í kosningum á Tálknafirði og eru nú tvö sveitarfélög á sunnanverðum Vestfjörðum, Tálknafjarðarhreppur og Vesturbyggð. Til Vesturbyggðar teljast byggðakjarnarnir Birkimelur á Barðaströnd, Bíldudalur og Patreksfjörður og sveitirnar Barðaströnd, Breiðavík, Hænuvík, Ketildalir, Látrar, Rauðisandur og Suðurfirðir. Þéttbýlið á Tálknafirði ber samnefnt heiti.

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...