Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Samkeppniseftirlit óskar eftir umsögnum um samruna matvælavinnslufyrirtækja
Fréttir 26. október 2020

Samkeppniseftirlit óskar eftir umsögnum um samruna matvælavinnslufyrirtækja

Samkeppniseftirlitið hefur óskað eftir umsögnum og sjónarmiðum hagsmunaaðila vegna fyrirhugaðs samruna matvælavinnslufyrirtækjanna Norðlenska, Kjarnafæðis og SAH-afurða. 

Umsagnarfrestur rennur út 28. október næstkomandi. Samkeppniseftirlit hefur gefið aðgang að samrunaskrá án trúnaðarupplýsinga. Við mat á samruna verður horft bæði til hagsmuna bænda og neytenda.

Áhrif á hag bænda og neytenda

Samkeppniseftirliti var tilkynnt um fyrirhugaðan samruna fyrirtækjanna upp úr miðjum ágúst síðastliðnum. Norðlenska er framleiðslufyrirtæki á sviði kjötvöru og hefur starfsstöðvar á þremur stöðum á landinu, Akureyri, Reykjavík og Húsavík. Fyrirtækið sér m.a. um slátrun á hrossum, nautgripum, sauðfé og svínum og framleiðir og selur margvíslegar vörur sem unnar eru úr kjötinu, m.a. undir vörumerkjunum, Goði, KEA, Húsavíkurkjöt og Bautabúrið. Kjarnafæði er ennig matvælavinnslufyrirtæki sem framleiðir og selur ýmsar vörur úr lamba-, nauta-, grísa- og hrossakjöti. Kjarnafæði á fyrirtækið SAH-afurðir sem rekur sláturhús og afurðasölu á Blönduósi. Starfsemi þess felst í slátrun á hrossum, nautgripum, sauðfé og sölu á afurðum til matvælavinnslufyrirtækja.

Samkeppniseftirlitið óskar nú sérstaklega eftir því að sjónarmið um áhrif samruna fyrirtækjanna á hag bænda og neytenda komi fram. Einnig að fram komi hverjar samkeppnisaðstæður í slátrun gripa hér á landi verði og áhrif samrunans á samkeppni á milli sláturhúsa í slátrun hrossa, nautgripa, sauðfjár og svína. Þá er óskað eftir sjónarmiðum er varðar áhrif samrunans á þá markaði sem fyrirtækin starfa á hefur og loks leitar eftirlitið eftir almennum sjónarmiðum um samkeppnisaðstæður á mörkuðum fyrir kjötafurðir hér á landi, allt frá ræktun gripa til sölu á fullunnum kjötafurðum.

„Við mat á áhrifum samruna aflar Samkeppniseftirlitið gagna frá aðilum máls og öðrum þeim sem málið varðar, eftir því sem nauðsynlegt þykir hverju sinni. Í þessu máli telur Samkeppniseftirlitið mikilvægt að gefa bændum, öðrum viðskiptavinum, keppninautum og öðrum hagsmunaaðilum tækifæri á að koma sjónarmiðum og upplýsingum á framfæri“, segir í tilkynningu Samkeppniseftirlits.

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...