Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Samkeppniseftirlit óskar eftir umsögnum um samruna matvælavinnslufyrirtækja
Fréttir 26. október 2020

Samkeppniseftirlit óskar eftir umsögnum um samruna matvælavinnslufyrirtækja

Samkeppniseftirlitið hefur óskað eftir umsögnum og sjónarmiðum hagsmunaaðila vegna fyrirhugaðs samruna matvælavinnslufyrirtækjanna Norðlenska, Kjarnafæðis og SAH-afurða. 

Umsagnarfrestur rennur út 28. október næstkomandi. Samkeppniseftirlit hefur gefið aðgang að samrunaskrá án trúnaðarupplýsinga. Við mat á samruna verður horft bæði til hagsmuna bænda og neytenda.

Áhrif á hag bænda og neytenda

Samkeppniseftirliti var tilkynnt um fyrirhugaðan samruna fyrirtækjanna upp úr miðjum ágúst síðastliðnum. Norðlenska er framleiðslufyrirtæki á sviði kjötvöru og hefur starfsstöðvar á þremur stöðum á landinu, Akureyri, Reykjavík og Húsavík. Fyrirtækið sér m.a. um slátrun á hrossum, nautgripum, sauðfé og svínum og framleiðir og selur margvíslegar vörur sem unnar eru úr kjötinu, m.a. undir vörumerkjunum, Goði, KEA, Húsavíkurkjöt og Bautabúrið. Kjarnafæði er ennig matvælavinnslufyrirtæki sem framleiðir og selur ýmsar vörur úr lamba-, nauta-, grísa- og hrossakjöti. Kjarnafæði á fyrirtækið SAH-afurðir sem rekur sláturhús og afurðasölu á Blönduósi. Starfsemi þess felst í slátrun á hrossum, nautgripum, sauðfé og sölu á afurðum til matvælavinnslufyrirtækja.

Samkeppniseftirlitið óskar nú sérstaklega eftir því að sjónarmið um áhrif samruna fyrirtækjanna á hag bænda og neytenda komi fram. Einnig að fram komi hverjar samkeppnisaðstæður í slátrun gripa hér á landi verði og áhrif samrunans á samkeppni á milli sláturhúsa í slátrun hrossa, nautgripa, sauðfjár og svína. Þá er óskað eftir sjónarmiðum er varðar áhrif samrunans á þá markaði sem fyrirtækin starfa á hefur og loks leitar eftirlitið eftir almennum sjónarmiðum um samkeppnisaðstæður á mörkuðum fyrir kjötafurðir hér á landi, allt frá ræktun gripa til sölu á fullunnum kjötafurðum.

„Við mat á áhrifum samruna aflar Samkeppniseftirlitið gagna frá aðilum máls og öðrum þeim sem málið varðar, eftir því sem nauðsynlegt þykir hverju sinni. Í þessu máli telur Samkeppniseftirlitið mikilvægt að gefa bændum, öðrum viðskiptavinum, keppninautum og öðrum hagsmunaaðilum tækifæri á að koma sjónarmiðum og upplýsingum á framfæri“, segir í tilkynningu Samkeppniseftirlits.

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...