Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Frá undirritun samkomulagsins, sitjandi frá vinstri: Garðar H. Guðjónsson, verkefnastjóri Eldvarnabandalagsins, Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar, Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, og Ólafur Stefánsson slökkviliðsstjóri.
Frá undirritun samkomulagsins, sitjandi frá vinstri: Garðar H. Guðjónsson, verkefnastjóri Eldvarnabandalagsins, Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar, Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, og Ólafur Stefánsson slökkviliðsstjóri.
Fréttir 6. júní 2016

Samkomulag um að efla eldvarnir

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Akureyrarbær og Húnaþing vestra hafa gert samkomulag við Eldvarnabandalagið um að efla eldvarnir á heimilum og í stofnunum sveitarfélaganna. 
 
Samstarfið felur í sér að sveitarfélögin innleiða eigið eldvarnaeftirlit í stofnunum sínum í haust samkvæmt leiðbeiningum, gátlistum og öðrum gögnum sem Eldvarnabandalagið hefur gefið út. Þá verður fræðslu um eldvarnir beint að umsækjendum um húsaleigubætur en rannsóknir sýna að eldvarnir eru mun lakari í leiguhúsnæði en hjá þeim sem búa í eigin húsnæði.
 
Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, segir áhugavert að vera með fyrstu sveitarfélögum til að innleiða eigið eldvarnaeftirlit samkvæmt forskrift Eldvarnabandalagsins. 
 
„Sveitarfélög hafa samkvæmt lögum ríkar skyldur í eldvörnum með rekstri slökkviliðs og opinberu eldvarnaeftirliti. Með samstarfinu við Eldvarnabandalagið förum við nýjar leiðir til að efla eldvarnir og öryggi fólks og njótum þar reynslu Eldvarnabandalagsins og efnis sem það hefur gefið út,“ segir Eiríkur Björn á vefsíðu Akureyrarbæjar þar sem þetta kemur fram.
 
Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra, tekur í sama streng. Hún segir mikilvægt að sveitarfélög gangi á undan með góðu fordæmi í þessum efnum. „Það er mjög mikilvægur liður í samstarfinu við Eldvarnabandalagið að allt starfsfólk sveitarfélagsins mun fá fræðslu um eldvarnir bæði á vinnustaðnum og heima. Það er líklegt til að auka vitund fólks um eldvarnir og hafa áhrif á eldvarnir í stofnunum Húnaþings vestra,“ segir Guðný Hrund. 

Skylt efni: eldvarnir

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...