Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Samræmt söfnunarkerfi
Fréttir 27. febrúar 2024

Samræmt söfnunarkerfi

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Vinna á tillögu um útfærslu fyrir samræmt söfnunarkerfi dýraleifa á landsvísu sem flokkast í áhættuflokk 1, með það að markmiði að koma þessum málum í viðeigandi úrvinnslu eða förgun.

Verkefnið er sett af stað af frumkvæði matvælaráðuneytisins og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis í samstarfi við Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra til að bregðast við athugasemdum Eftirlitsstofnunar EFTA sem og úrskurði EFTA dómstólsins um að Ísland hafi ekki uppfyllt skyldur sínar samkvæmt EES-samningnum varðandi frágang á þessum dýra- leifum. Gert er ráð fyrir að tillagan verði tilbúin í byrjun sumars.

Í tilkynningu frá ráðuneytunum kemur fram að aukaafurðir úr dýrum flokkist í þrjá áhættuflokka sem segja til um meðhöndlun svo tryggja megi öryggi lokaafurðar og leyfilega notkun hennar. Blandist efni úr áhættuflokkunum saman falli öll blandan í sama áhættuflokk og áhættamesta efnið í blöndunni er flokkað í. Almenna reglan sé sú að ábyrgðin á frágangi dýraleifa sem úrgangs liggi hjá þeim rekstraraðilum þar sem úrgangurinn fellur til.

Sveitarstjórnir bera svo ábyrgð á fyrirkomulagi söfnunar á þessum úrgangi og viðeigandi farvegi, auk þess að þurfa að sjá til þess að starfræktar séu móttöku- og söfnunarstöðvar fyrir dýraleifarnar. Sérstakar reglur gilda um hræ af dýrum sem felld eru að fyrirskipun stjórnvalda til að hindra útbreiðslu sjúkdóma og ber ríkið þá ábyrgð.

Tillagan verður unnin í samstarfi við finnska ráðgjafarfyrirtækið GMM með fyrirmyndir frá Finnlandi og Noregi.

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu
Fréttir 17. júlí 2024

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu

Skrifað var undir nýja landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu í Hörpu á mánudag...

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...