Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
MAST hefur gert kröfu um að ábúendur á sauðfjárbúi í Þverárhlíð ráði til sín þrjá starfsmenn til að tryggja velferð. Mynd tengist frétt ekki beint.
MAST hefur gert kröfu um að ábúendur á sauðfjárbúi í Þverárhlíð ráði til sín þrjá starfsmenn til að tryggja velferð. Mynd tengist frétt ekki beint.
Mynd / ál
Fréttir 5. júní 2024

Sauðfé fækkað í haust

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Matvælastofnun hefur samið við bændur á sauðfjárbúi í Þverárhlíð í Borgarfirði um að fækka fénu niður í nokkra tugi.

Mikil umræða hefur verið um sauðfjárhald á umræddum bæ í Þverárhlíð undanfarin misseri þar sem vakin hefur verið athygli á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum að aðbúnaður dýranna sé ekki til fyrirmyndar. Aðkoma Matvælastofnunar (MAST) hefur verið gagnrýnd og stofnunin vænd um að sinna ekki skyldum sínum. Af því tilefni sendi MAST frá sér fréttatilkynningu þar sem tekið er fram að stofnunin fylgist vel með málinu og fari starfsmenn oft í eftirlit til að fylgja eftir kröfum um úrbætur.

Þar segir að séð sé til þess að kindurnar fái nægt fóður og heilnæmt vatn. Jafnframt séu lömbin merkt, ám og lömbum gefin ormalyf og lömb meðhöndluð við skitu ef þörf er á. Þá sé féð fært í annað hólf að því loknu. Stofnunin hefur gert kröfu um að ábúendur ráði til sín þrjá starfsmenn til að tryggja velferð dýranna. Jafnframt hafa ábúendur samþykkt með skriflegum hætti kröfu MAST um að fækka fénu niður í nokkra tugi í haust.

Skylt efni: Þverárhlíð

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...

Kyngreining sæðis hafin
Fréttir 27. desember 2024

Kyngreining sæðis hafin

Við Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði hefur verið komið upp f...

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...