Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
MAST hefur gert kröfu um að ábúendur á sauðfjárbúi í Þverárhlíð ráði til sín þrjá starfsmenn til að tryggja velferð. Mynd tengist frétt ekki beint.
MAST hefur gert kröfu um að ábúendur á sauðfjárbúi í Þverárhlíð ráði til sín þrjá starfsmenn til að tryggja velferð. Mynd tengist frétt ekki beint.
Mynd / ál
Fréttir 5. júní 2024

Sauðfé fækkað í haust

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Matvælastofnun hefur samið við bændur á sauðfjárbúi í Þverárhlíð í Borgarfirði um að fækka fénu niður í nokkra tugi.

Mikil umræða hefur verið um sauðfjárhald á umræddum bæ í Þverárhlíð undanfarin misseri þar sem vakin hefur verið athygli á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum að aðbúnaður dýranna sé ekki til fyrirmyndar. Aðkoma Matvælastofnunar (MAST) hefur verið gagnrýnd og stofnunin vænd um að sinna ekki skyldum sínum. Af því tilefni sendi MAST frá sér fréttatilkynningu þar sem tekið er fram að stofnunin fylgist vel með málinu og fari starfsmenn oft í eftirlit til að fylgja eftir kröfum um úrbætur.

Þar segir að séð sé til þess að kindurnar fái nægt fóður og heilnæmt vatn. Jafnframt séu lömbin merkt, ám og lömbum gefin ormalyf og lömb meðhöndluð við skitu ef þörf er á. Þá sé féð fært í annað hólf að því loknu. Stofnunin hefur gert kröfu um að ábúendur ráði til sín þrjá starfsmenn til að tryggja velferð dýranna. Jafnframt hafa ábúendur samþykkt með skriflegum hætti kröfu MAST um að fækka fénu niður í nokkra tugi í haust.

Skylt efni: Þverárhlíð

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...