Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Selatalningin mikla
Fréttir 24. ágúst 2021

Selatalningin mikla

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Alls sáust 718 selir í selatalningunni miklu sem fram fór í ellefta skipti nú nýverið. Talningin fer fram á vegum Selaseturs Íslands á Hvammstanga. 

Alls tóku 58 sjálfboðaliðar þátt í talningunni í ár, bæði innlendir og erlendir. Sjálfboðaliðar komu frá Þýskalandi, Finnlandi, Ísrael, Bandaríkjunum, Englandi, Ítalíu, og Frakklandi ásamt góðum hópi frá Veraldarvinum, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Selaseturs. 

Markmið talningarinnar er að fylgjast með fjölda og staðsetningu sela á um 107 kílómetra strandlengju Vatnsness og Heggstaðarness á Norðurlandi vestra. Þau 11 ár sem Selatalningin mikla hefur farið fram hafa sést að meðaltali 757 selir hvert sinn. Árin 2008 og 2009 sáust flestir selir, eða yfir 1.000 bæði árin, en árið 2012 sáust aðeins 422 selir.  

Í ár sáust alls 718 selir, sem er meira en síðustu þrjú síðustu skipti en þó minna en árlegt meðaltal gefur til kynna. 

Góð aðsókn hefur verið að Selasetrinu en um mitt sumar voru gestir orðnir fleiri en var allt síðasta sumar. Gestir eru bæði landsmenn á faraldsfæti og erlendir ferðalangar, en einnig er töluvert um hópa sem koma á safnið.

Skylt efni: selir | selatalning

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...