Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Guðbjörg Gissurardóttir, eigandi og ritstýra tímaritaútgáfunnar Í boði náttúrunnar, stendur fyrir rafræna fyrirlestraviðburðinum Lifum betur um helgina sem verður sannkölluð heilsuhelgi heima í stofu fyrir landsmenn.
Guðbjörg Gissurardóttir, eigandi og ritstýra tímaritaútgáfunnar Í boði náttúrunnar, stendur fyrir rafræna fyrirlestraviðburðinum Lifum betur um helgina sem verður sannkölluð heilsuhelgi heima í stofu fyrir landsmenn.
Fréttir 30. október 2020

Setur heilsuna og umhverfið í fyrsta sæti

Guðbjörg Gissurardóttir, eigandi og ritstýra tímaritaútgáfunnar Í boði náttúrunnar, stendur fyrir rafræna fyrirlestraviðburðinum Lifum betur um helgina sem verður sannkölluð heilsuhelgi heima í stofu fyrir landsmenn þar sem 20 reynsluboltar fjalla um heilsu og umhverfismál. Samstarfsaðilar verkefnisins eru Umhverfisstofnun, Heilsustofnun Hveragerði, Grænni byggð og Reykjavíkurborg.

„Ég hef alltaf haft áhuga á grænum og heilbrigðum lífsstíl og í tilefni af 10 ára afmæli útgáfu minnar, Í boði náttúrunnar, ákvað ég að setja upp sannkallaða heilsuhelgi heima í stofu fyrir alla landsmenn. Þetta er nýtt fyrirkomulag hér á landi og allir fyrirlesararnir eru að gefa sína vinnu í þágu málefnisins og þess vegna er hægt að halda miðaverði í lágmarki. Markmiðið er að fá fólk til að hlúa vel að sjálfu sér og umhverfinu og klára árið með stæl,“ segir Guðbjörg og bætir við:
„Það hefur sjaldan verið mikilvægara að líta inn á við og hlúa að okkur sjálfum og umhverfi okkar. Með fyrirlestrunum viljum við hjálpa fólki að koma enn sterkara til baka þegar kófinu léttir. Fyrirlestrarnir eru 20 mínútur hver og verður meðal annars fjallað um svefn, streitu, djúpslökun, heilandi garða, hugarfarið og forvarnir. Þarmaflóran verður tekin fyrir, hvernig við aukum orkuna okkar, stjórnum þyngdinni á heilbrigðan hátt og lærum að anda rétt. Á umhverfissviðinu verður fjallað um eiturefnalaus heimili, fata- og matarsóun, bætt loftgæði og hvað við getum almennt gert til að spyrna við neikvæðum umhverfisáhrifum.“

 

Sjá nánari dagskrá á www.lifumbetur.is/fyrirlesarar

 

 

Greina þörf á tæknilausnum
Fréttir 31. júlí 2024

Greina þörf á tæknilausnum

Evrópskt netverk um stafræna nýsköpun og gagnatækni fyrir búfjárrækt sem byggir ...

Allt fæst í kaupfélaginu
Fréttir 30. júlí 2024

Allt fæst í kaupfélaginu

Ólíkt því sem áður var eru verslanir í eigu kaupfélaga orðnar sjaldgæfar. Á Hvam...

Stórþörungar í matvæli
Fréttir 29. júlí 2024

Stórþörungar í matvæli

Verkefninu Seafoodture, um stórþörunga í matvæli, hefur verið hleypt af stokkunu...

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...