Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Anna María Lind Geirsdóttir, vefstjóri geit.is, Sigurður Sigurðarsson, dýralæknir og heiðursfélagi, dr. Ólafur R. Dýrmundsson, nýr heiðursfélagi, og Sif Matthíasdóttir, formaður Geitfjárræktarfélags Íslands.
Anna María Lind Geirsdóttir, vefstjóri geit.is, Sigurður Sigurðarsson, dýralæknir og heiðursfélagi, dr. Ólafur R. Dýrmundsson, nýr heiðursfélagi, og Sif Matthíasdóttir, formaður Geitfjárræktarfélags Íslands.
Fréttir 12. maí 2015

Sif endurkjörin formaður Geitfjárræktarfélags Íslands

Höfundur: smh
Aðalfundur Geitfjárræktarfélags Íslands 2015 var haldinn 21. mars í Geitfjársetrinu að Háafelli. Sif Matthíasdóttir var endurkjörin formaður. 
 
Að sögn Sifjar kemur fram í ályktunum fundarins að markmið félagsins sé að fjölga félögum, kynna starfsemina og hvetja bændur – og aðra sem vilja veg geitarinnar sem mestan – að flykkjast í félagið. „Einnig eru þeir sem halda geitur hvattir til að senda inn skýrslur, skrá vanhöld og senda dautt geitfé í krufningu því við lærum mest af því að finna út hvers vegna kiðin drepast og sama gildir um eldri einstaklinga.  Sigurður Sigurðarson er að þýða bækling um sjúkdóma í geitum. Jóhanna fór á ostanámskeið í Svíþjóð og sagði frá því og margt fleira var til umfjöllunar á fundinum,“ segir Sif.
 
Dr. Ólafur R. Dýrmundsson var gerður að heiðursfélaga í Geitfjárræktarfélagi Íslands og er þar með kominn í félagsskap með Sigurði Sigurðarsyni dýralækni, sem hafði áður hlotið þessa nafnbót. 
Aðrir í stjórn eru Guðni Indriðason gjaldkeri, Gunnar Júlíus Helgason varaformaður, Birna Baldursdóttir ritari og Íris Aðalsteinsdóttir meðstjórnandi. Varamenn eru Anna María Lind Geirsdóttir og Bettina Wunsch. 
Hlaða hrundi í Borgarfirði
Fréttir 21. febrúar 2025

Hlaða hrundi í Borgarfirði

Geymsluhúsnæði á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands hrundi í óveðri í byrjun febrú...

Þröstur ráðinn ritstjóri
Fréttir 21. febrúar 2025

Þröstur ráðinn ritstjóri

Þröstur Helgason hefur verið ráðinn sem ritstjóri Bændablaðsins og mun hann taka...

Mótmæla breytingum á tollflokkun osta
Fréttir 21. febrúar 2025

Mótmæla breytingum á tollflokkun osta

Sex hagsmunasamtök á sviði landbúnaðar og matvælaframleiðslu hafa sent fjármála-...

Málþing um framtíð landbúnaðar
Fréttir 21. febrúar 2025

Málþing um framtíð landbúnaðar

Tekið verður á mörgum hagsmunamálum landbúnaðarins á víðum grunni á opnum fundi ...

Matarsóun mælist mest á frumframleiðsluþrepi
Fréttir 21. febrúar 2025

Matarsóun mælist mest á frumframleiðsluþrepi

Matarsóun mælist mest í frumframleiðsluþrepi virðis- keðjunnar; 29.130 tonn, eða...

Brostnar forsendur búvörusamninga
Fréttir 20. febrúar 2025

Brostnar forsendur búvörusamninga

Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur Mjólkursamsölunnar, segir að stórar spurningar v...

Fjárhús fuku á Vattarnesi
Fréttir 20. febrúar 2025

Fjárhús fuku á Vattarnesi

Á Vattarnesi í Fáskrúðsfirði varð mikið tjón á íbúðarhúsi, fjárhúsum, farartækju...

Ólögleg förgun dýrahræja
Fréttir 20. febrúar 2025

Ólögleg förgun dýrahræja

Um 87 prósent dýrahræja fóru til urðunar á árunum 2020 til 2022, samkvæmt tölum ...