Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Anna María Lind Geirsdóttir, vefstjóri geit.is, Sigurður Sigurðarsson, dýralæknir og heiðursfélagi, dr. Ólafur R. Dýrmundsson, nýr heiðursfélagi, og Sif Matthíasdóttir, formaður Geitfjárræktarfélags Íslands.
Anna María Lind Geirsdóttir, vefstjóri geit.is, Sigurður Sigurðarsson, dýralæknir og heiðursfélagi, dr. Ólafur R. Dýrmundsson, nýr heiðursfélagi, og Sif Matthíasdóttir, formaður Geitfjárræktarfélags Íslands.
Fréttir 12. maí 2015

Sif endurkjörin formaður Geitfjárræktarfélags Íslands

Höfundur: smh
Aðalfundur Geitfjárræktarfélags Íslands 2015 var haldinn 21. mars í Geitfjársetrinu að Háafelli. Sif Matthíasdóttir var endurkjörin formaður. 
 
Að sögn Sifjar kemur fram í ályktunum fundarins að markmið félagsins sé að fjölga félögum, kynna starfsemina og hvetja bændur – og aðra sem vilja veg geitarinnar sem mestan – að flykkjast í félagið. „Einnig eru þeir sem halda geitur hvattir til að senda inn skýrslur, skrá vanhöld og senda dautt geitfé í krufningu því við lærum mest af því að finna út hvers vegna kiðin drepast og sama gildir um eldri einstaklinga.  Sigurður Sigurðarson er að þýða bækling um sjúkdóma í geitum. Jóhanna fór á ostanámskeið í Svíþjóð og sagði frá því og margt fleira var til umfjöllunar á fundinum,“ segir Sif.
 
Dr. Ólafur R. Dýrmundsson var gerður að heiðursfélaga í Geitfjárræktarfélagi Íslands og er þar með kominn í félagsskap með Sigurði Sigurðarsyni dýralækni, sem hafði áður hlotið þessa nafnbót. 
Aðrir í stjórn eru Guðni Indriðason gjaldkeri, Gunnar Júlíus Helgason varaformaður, Birna Baldursdóttir ritari og Íris Aðalsteinsdóttir meðstjórnandi. Varamenn eru Anna María Lind Geirsdóttir og Bettina Wunsch. 
Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...