Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Anna María Lind Geirsdóttir, vefstjóri geit.is, Sigurður Sigurðarsson, dýralæknir og heiðursfélagi, dr. Ólafur R. Dýrmundsson, nýr heiðursfélagi, og Sif Matthíasdóttir, formaður Geitfjárræktarfélags Íslands.
Anna María Lind Geirsdóttir, vefstjóri geit.is, Sigurður Sigurðarsson, dýralæknir og heiðursfélagi, dr. Ólafur R. Dýrmundsson, nýr heiðursfélagi, og Sif Matthíasdóttir, formaður Geitfjárræktarfélags Íslands.
Fréttir 12. maí 2015

Sif endurkjörin formaður Geitfjárræktarfélags Íslands

Höfundur: smh
Aðalfundur Geitfjárræktarfélags Íslands 2015 var haldinn 21. mars í Geitfjársetrinu að Háafelli. Sif Matthíasdóttir var endurkjörin formaður. 
 
Að sögn Sifjar kemur fram í ályktunum fundarins að markmið félagsins sé að fjölga félögum, kynna starfsemina og hvetja bændur – og aðra sem vilja veg geitarinnar sem mestan – að flykkjast í félagið. „Einnig eru þeir sem halda geitur hvattir til að senda inn skýrslur, skrá vanhöld og senda dautt geitfé í krufningu því við lærum mest af því að finna út hvers vegna kiðin drepast og sama gildir um eldri einstaklinga.  Sigurður Sigurðarson er að þýða bækling um sjúkdóma í geitum. Jóhanna fór á ostanámskeið í Svíþjóð og sagði frá því og margt fleira var til umfjöllunar á fundinum,“ segir Sif.
 
Dr. Ólafur R. Dýrmundsson var gerður að heiðursfélaga í Geitfjárræktarfélagi Íslands og er þar með kominn í félagsskap með Sigurði Sigurðarsyni dýralækni, sem hafði áður hlotið þessa nafnbót. 
Aðrir í stjórn eru Guðni Indriðason gjaldkeri, Gunnar Júlíus Helgason varaformaður, Birna Baldursdóttir ritari og Íris Aðalsteinsdóttir meðstjórnandi. Varamenn eru Anna María Lind Geirsdóttir og Bettina Wunsch. 
Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...