Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Almenningur getur með hjálp snjalltækninnar safnað miklu magni af gögnum án mikils tilkostnaðar.
Almenningur getur með hjálp snjalltækninnar safnað miklu magni af gögnum án mikils tilkostnaðar.
Fréttir 22. ágúst 2022

Sjálfboðaliðar vakta landið

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Landvöktun – Lykillinn að betra landi er nýtt verkefni sem var hleypt af stokkunum í síðasta mánuði á vegum Landgræðslunnar.

Jóhann Helgi Stefánsson.

Því er ætlað að virkja almenning í því að vakta og safna gögnum um ástand lands. Vonast þau til að öll þau sem hafa áhuga á eða nýta náttúruleg svæði á einn eða annan hátt leggi fram krafta sína í gagnaöflun. Með þessu er stefnt að því að safna nægum gögnum til þess að auka sjálfvirkni og áreiðanleika tölvukerfa sem meta ástand lands út frá gervihnattamyndum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Landgræðslunni.

Hluti af GróLind

Við framkvæmd og skipulagningu verkefnisins er unnið eftir hugmyndafræði lýðvísinda (e. citizen science). Þannig getur almenningur með hjálp snjalltækninnar safnað miklu magni af gögnum með litlum tilkostnaði. Notast er við smáforritið Survey123 til þess að vakta árlega svæði sem er 50 metrar í þvermál. Þátttakendur merkja miðju vöktunarsvæðisins með staur frá Landgræðslunni og fylgja aðferðarfræði sem auðvelt er að læra.

Þetta verkefni er hluti af verkefninu GróLind sem Land- græðslan hefur unnið að undanfarin ár. Í því verkefni er notast við fjölbreyttar aðferðir við gagnaöflun til þess að meta ástand lands og eru lýðvísindi ein aðferð af nokkrum. Aðrar aðferðir eru til að mynda varanlegir vöktunarreitir sem starfsfólk Landgræðslunnar kannar á fimm ára fresti og notkun loftmynda ýmist frá gervitunglum eða drónum.

Landgræðslan vonast til þess að sem flestir taki þátt í þessari gagnaöflun, en þetta er sérstaklega viðeigandi fyrir bændur, landeigendur, ferðafólk og landverði. Skilyrði er að vöktunarsvæðið sé einsleitt og náttúrulegt. Með einsleitni er átt við að svæðið sé ekki á mörkum tveggja vistgerða. Skógrækt, tún, akrar og græn svæði í byggð falla ekki undir skilgreiningu Landgræðslunnar um náttúruleg svæði.

Fylgjast með og hafa áhrif

„Þarna er komið tækifæri fyrir fólk til að fylgjast með landinu sínu með skipulögðum hætti, sjá árangur af uppgræðslu, glöggva sig á þróun gróðurfars og hafa bein áhrif á þá þekkingu sem við erum að skapa á hverjum degi,“ segir Jóhann Helgi Stefánsson, umhverfis- og auðlindafræðingur hjá Landgræðslunni sem stjórnar verkefninu.

Áhugasömum er bent á að skoða kynningarmyndbönd sem Landgræðslan hefur sett á youtube. com, en þau er hægt að finna með því að nota leitarorðið „landvöktun“. Einnig er hægt að hafa samband við Jóhann Helga sem stýrir verkefninu í síma 866-7119 eða með því að senda póst á netfangið johannhelgi@land. is.

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...