Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Matís og Hafró leiða alþjóðlegt verkefni um að þróa aðferðafræði og tæknilegar lausnir til að auðvelda ákvarðanatöku um auðlindanýtingu eða verndun hafsvæða.
Matís og Hafró leiða alþjóðlegt verkefni um að þróa aðferðafræði og tæknilegar lausnir til að auðvelda ákvarðanatöku um auðlindanýtingu eða verndun hafsvæða.
Mynd / Rita Ho
Fréttir 5. júní 2024

Sjónum beint að verndun hafsvæða

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Verkefni, sem ætlað er að taka á loftslagsbreytingum og ógnun við líffræðilegan fjölbreytileika sjávar, hlaut nýlega styrk úr Rannsóknaáætlun Evrópusambandsins, Horizon Europe, Mission Ocean.

Um er að ræða nýtt alþjóðlegt 1,2 milljarða króna rannsókna- og nýsköpunarverkefni, leitt sameiginlega af Matís og Hafrannsóknastofnun.

Verkefnið snýst um að þróa aðferðafræði og tæknilegar lausnir til að auðvelda ákvarðanatöku um auðlindanýtingu eða verndun hafsvæða, skv. upplýsingum frá Matís og Hafró.

Rannsaka áhrif á fimm hafsvæði

Líffræðilegur fjölbreytileiki sjávar verður vaktaður svo hægt verði að gera grein fyrir stöðu hans og spá fyrir um mögulegar breytingar. Farið verður í víðtæka kortlagningu á nýtingu og áhrifum manna á einstök hafsvæði og tegundir í hafinu. Gera á aðgerðaáætlun fyrir forgangsröðun verndunar- og endurheimtunaraðgerða, sem og mat á vistfræðilegum, félagslegum og hagfræðilegum áhrifum þessara verndaraðgerða á fimm hafsvæðum, þ.e. við Ísland, Noreg, Írland, Portúgal og Azor-eyjar.

Alls taka 18 fyrirtæki og stofnanir víðs vegar að úr Evrópu þátt í verkefninu, en því er stjórnað af dr. Sophie Jensen, verkefnastjóra hjá Matís. Dr. Julian Burgos hjá Hafrannsóknastofnun er vísindalegur leiðtogi verkefnisins.

Mikið samstarf

Að sögn Matís og Hafró er áhersla lögð á gott samstarf við hagaðila en þeir eru til dæmis útgerðaraðilar, sjávarútvegssamtök, sveitarfélög, og þá sérstaklega sjávarbyggðir, innlend og alþjóðleg stjórnvöld, náttúruverndarsamtök, rannsóknaraðilar, stefnumótandi aðilar og sérfræðingar.

BioProtect-verkefnið stuðlar m.a. að því að Evrópuþjóðir nái helstu markmiðum Kunming-Montreal Global Biodiversity Framework- samningsins frá 2022. Í honum er kveðið á um að ríki skuli vernda 30% haf- og landsvæða fyrir árið 2030 og hefur sá samningur verið undirritaður af fleiri en 200 ríkjum, þar á meðal Íslandi. Meginmarkmið samningsins er að vernda líffræðilega fjölbreytni sem minnkar nú mun hraðar en áður á þekktum jarðsögulegum tíma.

Skylt efni: vistkerfi sjávar

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...

Kyngreining sæðis hafin
Fréttir 27. desember 2024

Kyngreining sæðis hafin

Við Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði hefur verið komið upp f...

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...