Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Frá uppboði í Kaupmannahöfn hjá Kopenhagen Fur.
Frá uppboði í Kaupmannahöfn hjá Kopenhagen Fur.
Mynd / HKr.
Fréttir 29. janúar 2020

Skinnauppboði frestað í Kaupmannahöfn vegna kórónaveirunnar

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Danska skinnauppboðshúsið Copenhagen Fur hefur frestað fyrsta uppboði ársins vegna kórónaveirunnar. Uppboðið átti að vera 10. til 13. febrúar en verður nú sameinað uppboði sem á að hefjast 22. apríl.

Einar Einarsson, formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda (SÍL), segir þetta vissulega bagalegt þar sem loðdýrabændur hafi beðið spenntir með sjá hvernig verðþróun yrði á þessu uppboði.  Þá hafa fjármálastofnanir líka beðið eftir þessu uppboði, en mikið er í húfi víða um lönd þar sem loðdýrabúin hafa átt í erfiðleikum vegna verðfalls á skinnum undanfarin ár.

Frestun á uppboðinu þarf ekki að koma á óvart þar sem skinnakaupmenn frá Kína og fleiri Asíulöndum hafa verið umsvifamiklir á þessum uppboðum í Kaupmannahöfn. Samkvæmt frétt Bloomberg hefur verið staðfest að 5.974 einstaklingar hafi smitast í Kína af kórónaveirunni og 132 hafi látið lífið. Var fjöldi smitaðra þá sagður vera orðinn meiri en smitaðist af SARS veirunni árið 2003.

Víða er litið alvarlega á málið og hefur Breska flugfélagið British Airways tilkynnt að allar flugferðir til Wuhan og annarra borga í Kína hafi verið felldar niður. Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur einnig tilkynnt að dregið yrði úr flugi til Beijing, Dhanghai og Hong Kong.

Í tilkynningu sem uppboðshús Copenhagen Fur sendi loðdýrabændum og fjármálastofnunum segir m.a.:

„Þróun á aðstæðum vegna útbreiðslu kórónaveirunnar í Kína og annars staðar í heiminum er alvarleg. Hefur þetta leitt til þess að kínversk stjórnvöld hafa nú hert ferðaleiðbeiningar og hvatt Kínverja til að forðast allar utanlandsferðir.

Núverandi ástand í tengslum útbreiðslu kórónaveirunnar í Kína veldur mörgum kínverskum viðskiptavinum Copenhagen Fur áhyggjum. Vegna þess hefur febrúaruppboði uppboðshússins er frestað. Fyrirhuguð sala á um það bil 2 milljónir minkaskinna verður í staðinn færð eins og hægt er inn í apríluppboðið.“

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...