Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Frá uppboði í Kaupmannahöfn hjá Kopenhagen Fur.
Frá uppboði í Kaupmannahöfn hjá Kopenhagen Fur.
Mynd / HKr.
Fréttir 29. janúar 2020

Skinnauppboði frestað í Kaupmannahöfn vegna kórónaveirunnar

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Danska skinnauppboðshúsið Copenhagen Fur hefur frestað fyrsta uppboði ársins vegna kórónaveirunnar. Uppboðið átti að vera 10. til 13. febrúar en verður nú sameinað uppboði sem á að hefjast 22. apríl.

Einar Einarsson, formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda (SÍL), segir þetta vissulega bagalegt þar sem loðdýrabændur hafi beðið spenntir með sjá hvernig verðþróun yrði á þessu uppboði.  Þá hafa fjármálastofnanir líka beðið eftir þessu uppboði, en mikið er í húfi víða um lönd þar sem loðdýrabúin hafa átt í erfiðleikum vegna verðfalls á skinnum undanfarin ár.

Frestun á uppboðinu þarf ekki að koma á óvart þar sem skinnakaupmenn frá Kína og fleiri Asíulöndum hafa verið umsvifamiklir á þessum uppboðum í Kaupmannahöfn. Samkvæmt frétt Bloomberg hefur verið staðfest að 5.974 einstaklingar hafi smitast í Kína af kórónaveirunni og 132 hafi látið lífið. Var fjöldi smitaðra þá sagður vera orðinn meiri en smitaðist af SARS veirunni árið 2003.

Víða er litið alvarlega á málið og hefur Breska flugfélagið British Airways tilkynnt að allar flugferðir til Wuhan og annarra borga í Kína hafi verið felldar niður. Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur einnig tilkynnt að dregið yrði úr flugi til Beijing, Dhanghai og Hong Kong.

Í tilkynningu sem uppboðshús Copenhagen Fur sendi loðdýrabændum og fjármálastofnunum segir m.a.:

„Þróun á aðstæðum vegna útbreiðslu kórónaveirunnar í Kína og annars staðar í heiminum er alvarleg. Hefur þetta leitt til þess að kínversk stjórnvöld hafa nú hert ferðaleiðbeiningar og hvatt Kínverja til að forðast allar utanlandsferðir.

Núverandi ástand í tengslum útbreiðslu kórónaveirunnar í Kína veldur mörgum kínverskum viðskiptavinum Copenhagen Fur áhyggjum. Vegna þess hefur febrúaruppboði uppboðshússins er frestað. Fyrirhuguð sala á um það bil 2 milljónir minkaskinna verður í staðinn færð eins og hægt er inn í apríluppboðið.“

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...