Skipað í áhættumatsnefnd vegna matvæla, fóðurs, áburðar og sáðvöru
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur skipað áhættumatsnefnd vegna matvæla, fóðurs, áburðar og sáðvöru samkvæmt ákvæðum í matvælalögum og lögum um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.
Hlutverk nefndarinnar er að hafa umsjón með framkvæmd vísindalegs áhættumats á sviði matvæla, fóðurs, áburðar og sáðvöru; greiningu á áhættuþáttum á þessum sviðum.
Í tilkynningu úr atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu kemur fram að skipan nefndarinnar sé hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda sem miðar að því að efla matvælaöryggi, tryggja vernd búfjárstofna og bæta samkeppnisstöðu innlendrar matvælaframleiðslu.
Áhættumatsnefndina skipa:
- Hrönn Ólína Jörundsdóttir formaður, tilnefnd af Matís
- Jóhannes Sveinbjörnsson, tilnefndur af Landbúnaðarháskóla Íslands
- Charlotta Oddsdóttir, tilnefnd af Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum
- Þórhallur Ingi Halldórsson, tilnefndur af Háskóla Íslands, næringarfræðideild
- Kamilla S. Jósefsdóttir, tilnefnd af Landlæknisembættinu, sóttvarnalækni
- Rafn Benediktsson, tilnefndur af Háskóla Íslands, heilbrigðisvísindasviði.