Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Bændasamtök Íslands hafa aðsetur í Bændahöllinni við Hagatorg.
Bændasamtök Íslands hafa aðsetur í Bændahöllinni við Hagatorg.
Mynd / TB
Fréttir 26. september 2019

Skipulagsbreytingar hjá Bændasamtökunum

Höfundur: Ritstjórn

Stjórnendur Bændasamtakanna kynntu starfsfólki og aðildarfélögum sínum um skipulagsbreytingar í gær, miðvikudag. Í tilkynningu á vef samtakanna var greint frá því að tölvudeild BÍ, sem sér um rekstur tölvukerfa og forritaþróun, muni færast yfir til Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) um næstu áramót. Á sama tíma verður fjármálasvið samtakanna sameinað skrifstofurekstri Hótels Sögu sem er dótturfélag BÍ líkt og RML. 

Hagræðing og samlegðaráhrif

Að sögn stjórnenda BÍ er tilgangur breytinganna er að leita hagræðingar og samlegðaráhrifa í rekstri samtakanna og dótturfélaga. „Ástæðurnar eru einkum breyttar aðstæður í rekstri sem öll aðildarfélög BÍ, sem áður nutu tekna af búnaðargjaldi, eru að fást við. Fjármálaumsýsla samtakanna, þ.e. bókhald, reikningagerð, launagreiðslur og önnur tengd verkefni, mun eftir breytinguna fara fram í sameinaðri deild sem sinnir slíkum verkefnum fyrir samtökin og dótturfélög þeirra; Hótel Sögu, Bændahöllina og Nautastöð BÍ (NBÍ ehf.). Fjármáladeild Hótels Sögu mun yfirtaka gildandi samninga sem BÍ hefur gert um bókhaldsþjónustu við aðra,“ segir í tilkynningu BÍ.

Þá segir að tölvuþjónusta BÍ og ráðgjafarstarf RML séu nú þegar tengd nánum böndum. „Með því að sameina þá starfsemi hjá RML liggja tækifæri í að efla starfsemina í heild. Ráðgjafarstarfið byggir ekki síst á upplýsingum úr skýrsluhaldi bænda og markvissri þróun tölvukerfa í samvinnu við notendur. Mikil framþróun er í tæknilausnum í landbúnaði og ráðgjafarstarf bænda þarf að nýta þá möguleika sem í því felast. Félagsmenn í BÍ munu áfram njóta sérkjara á forritum eins og verið hefur.“

BÍ líkari öðrum hagsmunasamtökum

Í lok tilkynningarinnar er sagt að eftir breytingarnar verði BÍ líkari öðrum hagsmunasamtökum í atvinnulífinu sem hafi hagsmunabaráttu og kynningarstarf að aðalmarkmiði. „Vissulega mun það taka einhvern tíma að aðlagast breytingunum en það er sannfæring stjórnar og framkvæmdastjóra BÍ að sú leið sem nú er farin eigi eftir að koma vel út fyrir félagsmenn samtakanna. Takmarkið er að verkefnin standi sterkari á eftir, bæði öflugri þjónusta við bændur og hagsmunabarátta,“ segir í tilkynningu BÍ.

Norrænt samstarf um fæðuöryggi
Fréttir 6. ágúst 2024

Norrænt samstarf um fæðuöryggi

Norðurlöndin hafa tekið upp formlegt samstarf á sviði fæðuöryggis.

Greina þörf á tæknilausnum
Fréttir 31. júlí 2024

Greina þörf á tæknilausnum

Evrópskt netverk um stafræna nýsköpun og gagnatækni fyrir búfjárrækt sem byggir ...

Allt fæst í kaupfélaginu
Fréttir 30. júlí 2024

Allt fæst í kaupfélaginu

Ólíkt því sem áður var eru verslanir í eigu kaupfélaga orðnar sjaldgæfar. Á Hvam...

Stórþörungar í matvæli
Fréttir 29. júlí 2024

Stórþörungar í matvæli

Verkefninu Seafoodture, um stórþörunga í matvæli, hefur verið hleypt af stokkunu...

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.