Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Iðnaðarsvæðið á Hólaheiði sem gert er ráð fyrir að hægt verði að nýta undir vindmyllur.
Iðnaðarsvæðið á Hólaheiði sem gert er ráð fyrir að hægt verði að nýta undir vindmyllur.
Fréttir 6. janúar 2021

Skipuleggja iðnaðarsvæði með 35 vindmyllum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Fyrirhugað er að breyta landnotkun á Hólaheiði á Melrakkasléttu sunnan norðausturvegar, Hófaskarðsleiðar, þar sem gert verður ráð fyrir vindorkuveri. Í megindráttum felur breytingin í sér að landbúnaðarlandi verður breytt í iðnaðarsvæði til orkunýtingar en landbúnaður verður einnig heimill. 

Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti á fundi nýverið að kynna skipulags- og matslýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna uppbyggingar vindorkuvers.

Markmið með breytingu á aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 er að auka framboð endur-nýjanlegrar raforku á Íslandi með því að skilgreina nýtt iðnaðarsvæði til orkunýtingar þar sem gert verður ráð fyrir nýtingu á vindorku ásamt því að landbúnaður á svæðinu verður áfram heimilaður. Svæðið er skilgreint sem landbúnaðarsvæði í gildandi aðalskipulagi. Þar eru engin tún eða ræktað land en svæðið að einhverju leyti nýtt til sauðfjárbeitar.Gert er ráð fyrir að sú nýting geti verið að mestu óbreytt samhliða uppbyggingu og rekstri vindorkuvers á svæðinu. 

Gert ráð fyrir 35 vindmyllum á svæðinu

Á fyrirhuguðu iðnaðarsvæði er gert ráð fyrir u.þ.b. 35 vindmyllum ásamt tengivirki, rafmagnsköplum, vegum og öðrum mannvirkjum sem tilheyra vindorkuveri. Aðkoma að svæðinu verður af þjóðvegi 85, Hófaskarðsleið. Gert er ráð fyrir að uppbygging geti farið fram í 2 áföngum þar sem fyrsti áfangi gerir ráð fyrir uppbyggingu á um 10-15 vindmyllum og seinni áfangi gerir ráð fyrir um 20-25 vindmyllum.

Svæðið sem á þessu stigi kemur til greina og er til skoðunar er um 30 km2 að stærð en gera má ráð fyrir að land sem fari undir mannvirki, þar á meðal vindmyllur, vegi og tengivirki, geti orðið samanlagt um 6 km2. Endanleg stærð iðnaðarsvæðis og staðsetning mannvirkja innan iðnaðarsvæðis mun byggja á niðurstöðum vindmælinga ásamt niðurstöðum rannsókna sem ráðist verður í við mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar og snúa m.a. að landslagi, fuglalífi og öðru náttúrufari á svæðinu. 

Mikil þróun er í hönnun vindmylla sem meðal annars hefur áhrif á nýtni þeirra og umfang, sú þróun hefur mikil áhrif á hæð vindmylla og fjölda þeirra þar sem orkuframleiðsla og nýtni eykst með hæð og umfangi spaða. Á þessu stigi hefur ekki verið ákveðið hvaða gerð vindmylla verða reistar á svæðinu en áætla má að hæð masturs verði um 120 metrar og að þvermál spaða verði um 162 m. 

Nægt og flatlent landrými til staðar

Skipulagssvæðið er sunnarlega á Melrakkasléttu, á Hólaheiði sunnan Hófaskarðsleiðar nr. 85. Örnefnið Hnotasteinn er að finna á Hólaheiði og dregur verkefnið nafn sitt af því. Athugunarsvæði fyrirhugaðs vindorkuvers er um 100-180 m.y.s. og nær yfir landsvæði á jörðum Katastaða, Presthóla og Efri-Hóla. Landið er talið henta vel fyrir nýtingu á vindorku þar sem staðsetningin uppfyllir allar helstu kröfur sem gerðar eru til slíkra svæða. Nægt landrými er til staðar, svæðið er tiltölulega flatlent og þar er lítill kjarr- eða trjágróður eða annað sem getur haft neikvæð áhrif á vindstyrk.

Svæðið er fremur flatlent með grónu mólendi, hraunlendi, ógrónum melum og nokkrum minni vötnum. Í um 850 m fjarlægð frá jaðri athugunarsvæðis er gangnamannaskáli sem er aðallega nýttur við smölun á haustin. Næsta íbúabyggð er í um 3 km fjarlægð frá jöðrum svæðisins og næsta þorp er Kópasker í um 6,5 km fjarlægð frá svæðinu. 

Skylt efni: Vindmyllur

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...