Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Skoðunarhandbók fyrir eftirlit hjá fóðurframleiðendum
Fréttir 17. janúar 2020

Skoðunarhandbók fyrir eftirlit hjá fóðurframleiðendum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Matvælastofnun hefur gefið út endurskoðaða skoðunarhandbók fyrir eftirlit hjá fóðurframleiðendum. Eftirlit stofnunarinnar er framkvæmt samkvæmt skoðunarhandbókum.

Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á reglum um kröfur til fóðurfyrirtækja. Ber þar hæst strangari kröfur varðandi díoxín og PCB í fituríkum afurðum t.d. lýsi og jurtaolíum. Nú verða fyrirtæki sem markaðssetja þessar fituríku afurðir að láta efnagreiningavottorð um innihald díoxíns og PCB að fylgja hverri lotu og þær greiningar verða að sýna að þessi eiturefni séu undir hámarksviðmiðunum. Einnig er kaupendum þessara afurða gert skylt að kalla eftir díoxín og PCB vottorðum þegar þeir kaupa þessar afurðir,

Skoðunarhandbókin fjallar einnig um lög og reglugerðir sem fóðureftirlitið byggir á. Einnig þvingunarúrræði og önnur viðurlög sem Matvælastofnun getur beitt gagnvart þeim fyrirtækjum sem fara ekki að settum reglum.


Skoðunarhandbók Matvælastofnunar um fóður
 

Norrænt samstarf um fæðuöryggi
Fréttir 6. ágúst 2024

Norrænt samstarf um fæðuöryggi

Norðurlöndin hafa tekið upp formlegt samstarf á sviði fæðuöryggis.

Greina þörf á tæknilausnum
Fréttir 31. júlí 2024

Greina þörf á tæknilausnum

Evrópskt netverk um stafræna nýsköpun og gagnatækni fyrir búfjárrækt sem byggir ...

Allt fæst í kaupfélaginu
Fréttir 30. júlí 2024

Allt fæst í kaupfélaginu

Ólíkt því sem áður var eru verslanir í eigu kaupfélaga orðnar sjaldgæfar. Á Hvam...

Stórþörungar í matvæli
Fréttir 29. júlí 2024

Stórþörungar í matvæli

Verkefninu Seafoodture, um stórþörunga í matvæli, hefur verið hleypt af stokkunu...

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.