Skógareyðing í hitabeltinu jafngildir stærð fimm fótboltavalla á mínútu
Samkvæmt nýrri skýrslu um skógareyðingu í hitabeltinu var jafngildi fimm fótboltavalla af skóglendi eitt á hverri mínútu í hitabeltinu á árunum 2000 til 2012.
Ástaða eyðingarinnar að sögn skýrsluhöfunda er að mestur rekin áfram af eftirspurn eftir kjöti, leðri og timbri í Evrópu og Bandaríkjunum.
Stórhluti eyðingarinnar stafar af ólöglegu skógarhöggi í Brasilíu og Indónesíu. Auk þess sem ólöglegt skógarhögg hefur aukist í Asíu og Afríku. Samkvæmt skýrslunni er 49% af öllu skógarhöggi í hitabeltinu ólöglegt.
Skýrslan var unnin af Forest Trends sem eru samtök umhverfisverndarsinna og aðila úr iðnaðar- og fjármálageiranum.
Lesa má nánar um skýrsluna á vef BBC.