Skrefagjald innleitt
Mynd / ál
Fréttir 13. nóvember 2024

Skrefagjald innleitt

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Ísafjarðarbær hefur ákveðið að innheimta svokallað skrefagjald vegna sorphirðu.

Heimilt er að leggja það á íbúa í þeim tilfellum þar sem draga þarf sorpílát meira en tíu metra að lóðarmörkum til losunar í hirðubíl. Frá þessu er greint á vef sveitarfélagsins.

Þetta nýja gjald var samþykkt af bæjarstjórn í september 2023, en ákveðið var að gefa íbúum færi á að grípa til ráðstafana í sumar. Tilgangur breytinganna er að bæta aðstæður sorphirðufólks og gera losunina skilvirkari.

Gjaldið samsvarar 50 prósent álagi á sorphirðugjald hvers íláts. Kostnaður við hefðbundið 240 lítra ílát hækkar því úr 25.700 krónum á ári í 38.550 krónur. Sveitarfélagið vill jafnframt vekja athygli á samþykktum sem varða aðgengi að sorpílátum. Í þeim segir meðal annars að ekki megi staðsetja ílát sem eru 40 kíló eða þyngri þannig að sorphirðufólk þurfi að fara með þau um tröppur eða mikinn hæðarmun á lóð.

Skylt efni: Ísafjörður

Nægjusemi í nóvember
Fréttir 13. nóvember 2024

Nægjusemi í nóvember

Landvernd og Grænfánaverkefnið standa fyrir átakinu Nægjusamur nóvember.

Vilja harðfisk á lista UNESCO
Fréttir 13. nóvember 2024

Vilja harðfisk á lista UNESCO

Slow Food Reykjavík vinnur að því að fá vinnsluhefðir tengdar harðfiski og skrei...

Stefnt að loftslagsvænstu landbúnaðarafurðum heims
Fréttir 13. nóvember 2024

Stefnt að loftslagsvænstu landbúnaðarafurðum heims

Ragnheiður Björk Halldórsdóttir, iðnaðarverkfræðingur og sjálfbærniráðgjafi, lei...

Skrefagjald innleitt
Fréttir 13. nóvember 2024

Skrefagjald innleitt

Ísafjarðarbær hefur ákveðið að innheimta svokallað skrefagjald vegna sorphirðu.

Sjónum beint að fiskauganu
Fréttir 12. nóvember 2024

Sjónum beint að fiskauganu

Ekki hefur enn fundist flötur á því hér á Íslandi að nýta fiskaugu sérstaklega ú...

Ný Hrútaskrá og hrútafundir
Fréttir 12. nóvember 2024

Ný Hrútaskrá og hrútafundir

Von er á prentaðri útgáfu Hrútaskrárinnar mánudaginn 18. nóvember, þar sem 54 sæ...

Litafjölbreytni og æði skrautleg litaheiti
Fréttir 12. nóvember 2024

Litafjölbreytni og æði skrautleg litaheiti

Í íslenska sauðfjárstofninum finnast ótal litaafbrigði sem Karólína Elísabetardó...

Hækkun á minkaskinnum
Fréttir 12. nóvember 2024

Hækkun á minkaskinnum

Björn Harðarson, formaður deildar loðdýrabænda hjá Bændasamtökum Íslands, segir ...