Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Skrefagjald innleitt
Mynd / ál
Fréttir 13. nóvember 2024

Skrefagjald innleitt

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Ísafjarðarbær hefur ákveðið að innheimta svokallað skrefagjald vegna sorphirðu.

Heimilt er að leggja það á íbúa í þeim tilfellum þar sem draga þarf sorpílát meira en tíu metra að lóðarmörkum til losunar í hirðubíl. Frá þessu er greint á vef sveitarfélagsins.

Þetta nýja gjald var samþykkt af bæjarstjórn í september 2023, en ákveðið var að gefa íbúum færi á að grípa til ráðstafana í sumar. Tilgangur breytinganna er að bæta aðstæður sorphirðufólks og gera losunina skilvirkari.

Gjaldið samsvarar 50 prósent álagi á sorphirðugjald hvers íláts. Kostnaður við hefðbundið 240 lítra ílát hækkar því úr 25.700 krónum á ári í 38.550 krónur. Sveitarfélagið vill jafnframt vekja athygli á samþykktum sem varða aðgengi að sorpílátum. Í þeim segir meðal annars að ekki megi staðsetja ílát sem eru 40 kíló eða þyngri þannig að sorphirðufólk þurfi að fara með þau um tröppur eða mikinn hæðarmun á lóð.

Skylt efni: Ísafjörður

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...