Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Skýrsla starfshóps um úthlutun tollkvóta
Fréttir 1. febrúar 2019

Skýrsla starfshóps um úthlutun tollkvóta

Höfundur: Vilmundur Hansen

Starfshópur um úthlutun tollkvóta landbúnaðarvara hefur skilað skýrslu til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Í skýrslunni leggur meirihluti hópsins til breytingar á núverandi útboðskerfi þar sem tollkvótum er úthlutað til hæstbjóðanda og í stað þess verði farin svokölluð „hollensk útboðsleið“.

Reikna má með að samkvæmt þeirri útboðsleið gæti kostnaður vegna útboða tollkvóta lækkað talsvert og ávinningur neytenda aukast frá því sem nú er. Jafnframt leggur hópurinn til að allur úthlutunarferill tollkvóta verði nútímavæddur og fari fram með rafrænum hætti.

Tillögur starfshóps um úthlutun tollkvóta landbúnaðarvara

 

Núverandi útfærsla í raun skattur

Starfshópinn skipuðu eftirfarandi Óli Björn Kárason, alþingismaður, formaður, Arnar Freyr Einarsson, hagfræðingur í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur hjá Bændasamtökum Íslands og Tryggvi Másson, sérfræðingur á efnahagssviði Samtaka atvinnulífsins.

Erna Bjarnadóttir fulltrúi Bændasamtaka Íslands í starfshópnum segir að ráðherra hafi skipað hópinn til að fara yfir núverandi framkvæmd á útboði tollkvóta og benda á leiðir til úrbóta. „Starfshópurinn tók til starfa í sumar og var fulltrúum hagsmunasamtaka boðið að koma og kynna sín sjónarmið fyrir hópnum. Auk þess sem hópurinn viðaði að sér ýmiss konar gögnum um málið frá mörgum hliðum og gagnrýni á fyrirkomulagið. Niðurstaða meirihluta starfshópsins var að leggja til svokallað hollenskt útboð, til að koma til móts við þá gagnrýni að núverandi fyrirkomulag skili ekki ávinningi af tollfrjálsum tollkvótum til neytenda. Útboðsverð með þessu fyrirkomulagi verður jafnt lægsta samþykkta tilboði sem jafnframt ákvarðar sama verð fyrir allt magn þess tollkvóta sem í boði er. Þessi breyting mun að öllum líkindum leiða til þess að útboðsverð verður talsvert lægra en nú er.

Erna segir að hópurinn hafi klofnað í afstöðu sinni. „Fulltrúi neytenda, Brynhildur Pétursdóttir, skilaði séráliti þar sem lagt er til að 50% kvótans verði úthlutað með hlutkesti og 50% kvótans verði úthlutað á grunni sögulegra viðskipta (markaðshlutdeild). Þessar tillögur eru í takt við hugmyndir sem komið hafa fram m.a. frá FA og SVÞ, sem kom mér frekar á óvart. Aðrir í hópnum skiluðu sameiginlegu áliti um útboð á kvótunum í nýju formi og telja það  líklegast til að skila sér til neytenda.“

 

Ávinningur komist til neytenda í formi lægra vöruverðs

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, skipaði starfshópinn í júní 2018 og var hlutverk hans að endurskoða núverandi fyrirkomulag um úthlutun tollkvóta og finna leiðir til þess að koma ávinningnum sem skapast með þessum takmörkuðu gæðum í meira mæli til neytenda í formi lægra vöruverðs.

Lægra útboðsverð

Meirihluti starfshópsins leggur til að tollkvótum verði úthlutað með útboði en stuðst verði við svokallað hollenskt útboð (e. Dutch auction). Útboðsverð innan þess fyrirkomulags yrði jafnt lægsta samþykkta tilboði sem jafnframt ákvarðar sama verð fyrir allt magn þess tollkvóta sem í boði er. Meginbreytingin sem fælist í þeirri úthlutunaraðferð er að útboðsverð tollkvóta yrði að öllum líkindum talsvert lægra en nú er.

Þá telur starfshópurinn forgangsmál að umsýsla og úthlutun tollkvóta verði færð sem mest á rafrænt form og að upplýsingar um verð og magn verði gerðar aðgengilegar. Jafnframt er lagt til að heimildir fyrir innflutning á svokölluðum opnum tollkvótum verði afnumdar í núverandi mynd og þar með verði ráðgjafarnefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara lögð niður. Þess í stað yrði byggt á sögulegri reynslu um opna tollkvóta, en algengt er að veittir séu tímabundnir tollkvótar, t.d. vegna árstíðabundinna landbúnaðarvara. Myndist skortur á öðrum landbúnaðarvörum verða tollkvótar boðnir út með sama hætti og samningsbundnir kvótar.

 

Tilgangurinn að koma ávinningi til neytenda

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að meginmarkmið þessarar vinnu var að finna leiðir til að koma ávinningnum sem skapast með þessum tollkvótum í ríkari mæli til neytenda í formi lægra vöruverðs. "Mér virðist sem sú tillaga sem hópurinn leggur til vera í góðu samræmi við þetta markmið og lýst því heilt yfir vel á hana. Næsta skref er að vinna áfram með þessar niðurstöður hér í ráðuneytinu og vonandi kynna mögulegar breytingar á núgildandi regluverki síðar á þessu ári.“

Hópsýking á Rangárvöllum
Fréttir 16. ágúst 2024

Hópsýking á Rangárvöllum

Nokkur fjöldi ferðafólks, sem átti leið um Rjúpnavelli á Rangárvöllum á undanför...

Sigursæl á lánshestum
Fréttir 16. ágúst 2024

Sigursæl á lánshestum

Norðurlandamótið í hestaíþróttum fór fram um liðna helgi í Danmörku. Svíar voru ...

Reiknað afurðaverð hækkar um 17 prósent
Fréttir 15. ágúst 2024

Reiknað afurðaverð hækkar um 17 prósent

Landsmeðaltal á reiknuðu afurðaverði fyrir kíló dilkakjöts hækkar um 17 prósent ...

Sólheimar án  lífrænnar vottunar
Fréttir 15. ágúst 2024

Sólheimar án lífrænnar vottunar

Garðyrkjustöðin Sunna á Sólheimum er hætt ræktun á lífrænt vottuðum garðyrkjuafu...

Einokun og afleit þjónusta
Fréttir 15. ágúst 2024

Einokun og afleit þjónusta

Viðvarandi skortur á framboði á koltvísýringi hefur haft áhrif á garðyrkjuframle...

Norrænt samstarf um fæðuöryggi
Fréttir 6. ágúst 2024

Norrænt samstarf um fæðuöryggi

Norðurlöndin hafa tekið upp formlegt samstarf á sviði fæðuöryggis.

Greina þörf á tæknilausnum
Fréttir 31. júlí 2024

Greina þörf á tæknilausnum

Evrópskt netverk um stafræna nýsköpun og gagnatækni fyrir búfjárrækt sem byggir ...

Allt fæst í kaupfélaginu
Fréttir 30. júlí 2024

Allt fæst í kaupfélaginu

Ólíkt því sem áður var eru verslanir í eigu kaupfélaga orðnar sjaldgæfar. Á Hvam...