Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Hjónin Helga Guðmundsdóttir og Þorgrímur Guðbjartsson, bændur á Erpsstöðum, með Þóru Valsdóttur, ráðgjafa hjá Matís, á milli sín.
Hjónin Helga Guðmundsdóttir og Þorgrímur Guðbjartsson, bændur á Erpsstöðum, með Þóru Valsdóttur, ráðgjafa hjá Matís, á milli sín.
Mynd / Matís
Fréttir 24. apríl 2018

Skyrstofa Erpsstaða opnar dyrnar

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir
Rjómabúið Erpsstaðir í Dölum hefur í nokkur ár framleitt skyr upp á gamla mátann, kynnt framleiðsluaðferðina og sagt ferðamönnum sögu skyrsins. 
 
Þann 8. apríl var formleg opnun á sögusýningu, fræðslusetri og smakkbar á hinu hefðbundna íslenska skyri og er sennilega um fyrsta skyrbar landsins að ræða. Við opnunina gengu Erpsstaðir inn í alþjóðlegu samtökin ÉCONOMUSÉE® network sem eru samtök handverksfyrirtækja sem viðurkennd eru fyrir gæði sín og sérstöðu.
 
Páll Brynjarsson, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV), Ólafur Sveinsson, ráðgjafi hjá SSV, Inga Dóra Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands og Guðbjartur Björgvinsson, faðir Þorgríms, ræða málin á opnuninni.
 
„Opnunin tókst mjög vel og skemmtilegt að sjá þetta verða að veruleika eftir starf sem hófst fyrir þremur árum. Síðan hugmyndin vaknaði hefur verið unnið á mismiklum hraða við að koma þessu á en þetta hefur þróast og gerjast á góðan hátt í samstarfi við Matís sem höfðu samband við okkur. Hluti af þessari opnun núna er að koma skyrinu meira að fólki, sem getur nú pantað sér skyr úr vél eins og ís,“ segir Þorgrímur Guðbjartsson, bóndi á Erpsstöðum, en þangað koma rúmlega 15 þúsund gestir á ári og er ísinn á staðnum vinsælasta varan sem er í boði.
 
Deila ástríðu og arfleifð
 
Fyrir þremur árum fór af stað verkefni hjá Matís, Craft reach, sem er samstarfsverkefni átta landa á norðurhjaranum: Noregs, Svíþjóðar, Norður-Írlands, Írlands, Færeyja, Íslands, Grænlands og Kanada. Verkefnið er styrkt af Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins og hefur það að markmiði að styðja og styrkja handverksfyrirtæki til að dafna, gera þau sýnileg í nærumhverfinu og kynna þau jafnframt alþjóðlega. 
 
„Í verkefninu er unnið með aðferðafræði alþjóðlegu samtakanna ÉCONOMUSÉE® Network, sem eru samtök handverksfyrirtækja sem eru viðurkennd fyrir gæði sín og sérstöðu og opna dyr sínar fyrir almenningi til að deila ástríðu sinni á viðfangsefni sínu og arfleifð. Á Íslandi köllum við slík handverksfyrirtæki hagleikssmiðjur. Nú eru um 80 fyrirtæki í samtökunum í átta löndum,“ segir Þóra Valsdóttir, ráðgjafi hjá Matís. 
 
„Skyr er einn dýrmætasti matarmenningararfur sem við Íslendingar eigum. Nú orðið finnst „íslenskt skyr“ nánast um heim allan, en um hvaða skyr er verið að tala? Fyrir nokkrum árum vann ég rannsóknarverkefni um hefðbundið skyr. Þá kom í ljós að mjög fáir voru ennþá að búa til skyr á þennan hátt, örfáir bæir. Í rannsókninni kom einnig í ljós að hefðbundið skyr hefur sérstöðu og var í framhaldinu farið í þá vinnu að stofna Slow food Presidia um hefðbundið skyr sem Rjómabúið Erpsstaðir er aðili að.“
 
Sigríður Anna Ásgeirsdóttir, sem er hugmyndasmiðurinn að mysudrykknum Islandus, sem unninn er úr mysu frá Erpsstöðum og Eirný Sigurðardóttir, sem á og rekur Búrið. 
 
Sérstaða hefðbundna skyrsins
 
Rjómabúið Erpsstaðir hefur orðið vart við mikla eftirspurn um fræðslu um skyr, bæði framleiðsluna og sögu. Á liðnum fjórum árum hafa komið rúmlega 15.000 gestir á ári og tvö til þrjú sjónvarpsmyndagengi víða að úr heiminum til að gera hinu vinsæla íslenska skyri skil. Til að bregðast við eftirspurn hefur af og til verið boðið upp á óformleg námskeið í skyrgerð á Facebook-síðu Rjómabúsins og hafa þau fyllst jafnóðum, einkum af erlendum gestum. 
 
 „Það lá beint við að fá Rjómabúið Erpsstaði með áherslu sína á hefðbundið skyr inn í þetta verkefni, kynna og styrkja þannig rekstrargrundvöll við framleiðslu á hefðbundnu skyri. Með því að koma upp skyrstofu er jafnframt verið að koma til móts við óskir fjölda fólks, bæði íslenskra og erlendra ferðamanna sem langar að fræðast um sögu lands og þjóðar, með tilliti til skyrsins. Með skyrsýningunni sjáum við hér tækifæri til að koma á framfæri sérstöðu hefðbundna skyrsins en ekki síður íslenska kúakynsins, mjólkur og mjólkurafurða, kynna íslenska kúabændur og þær aðstæður sem dýrin búa við,“ segir Þóra og bætir við:
 
„Við þróun skyrsýningarinnar fengum við til liðs við okkur hönnuðinn Guðfinnu Mjöll Magnúsdóttur sem listrænan stjórnanda og Auði Lóu Guðnadóttur myndlistarmann. Sýningin var þróuð í nokkrum skrefum til að fá fram viðbrögð gesta, síðastliðið vor var húsnæðinu breytt og nú er sýningin sjálf komin upp með skúlptúrum, teikningum og fræðslutexta. Tekið er á móti gestum allt árið, þeim boðið að smakka og kaupa skyr en á fyrirfram ákveðnum tímum ársins er að auki boðið upp á örnámskeið í skyrgerð, sem felst bæði í að framleiða skyrið sem og að sagt sé frá skyrinu á ítarlegri hátt en fram kemur í sögusýningunni. Gert er ráð fyrir að með betri markaðssetningu á skyrinu og uppsetningu skyrstofunnar muni fjöldi gesta aukast í 25 þúsund árlega eftir þrjú ár.“
Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...