Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Hópur að bíða eftir að ferja eina af mörgum hrúgum í Zodiak Landhelgisgæslunnar. Annar frá hægri er Gauti Geirsson, forsprakki verkefnisins.
Hópur að bíða eftir að ferja eina af mörgum hrúgum í Zodiak Landhelgisgæslunnar. Annar frá hægri er Gauti Geirsson, forsprakki verkefnisins.
Mynd / Jóhanna Björk Sveinbjörnsdóttir
Fréttir 8. júní 2017

Skýtur skökku við að sjá plastrusl í ósnortinni náttúru

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Þremur tonnum af rusli var safnað í Aðalvík í árlegri hreinsunarferð á Hornstrandir í lok maí. Alls tóku 31 sjálfboðaliði til hendinni, þar af hópur frá haf- og strandsvæðastjórnun í Háskólasetri Vestfjarða, auk Landhelgisgæslunnar á varðskipinu Þór sem ferjaði hópinn frá Ísafirði. 
 
„Við ætluðum upphaflega að fara í Bolungarvík á Ströndum. En stíf norðaustanátt gerði það að verkum að það var ólendandi í víkinni, þannig að það var farið í plan B – sem var að fara í Aðalvík. Þar var hreinsað daglangt allar þrjár víkurnar, Látra, Miðvík og Sæból,“ segir Gauti Geirsson, upphafsmaður hreinsunarferðarinnar.
 
Þegar allt ruslið hafði verið affermt úr varðskipinu Þór var magnið mun meira en það leit út fyrir að vera í litlum hrúgum víðs vegar um víkina. 
 
 
Uppskeran var, eins og fyrr sagði, tæp þrjú tonn af rusli sem að megninu til var plast sem hefur nú verið komið í endurvinnslu.
 
„Aðalvík er ekki mikið rekasvæði og því hefur ruslið ekki safnast þar upp gegnum árin eins og í mörgum öðrum fjörðum. Hins vegar urðum við vör við rusl sem augljóslega fýkur ofan af landi, s.s. kókómjólkurfernur, pylsusinnepsumbúðir og nammibréf,“ segir Gauti.
 
Hugað að neysluvenjum
 
Þetta var fjórða árið sem blásið var til hreinsunarátaksins. „Hugmyndin á rætur sínar að rekja til þess þegar hingað kom franskur ljósmyndari til að mynda fegurð Hornstranda. Honum ofbauð svo ruslið í fjörðunum að hann endaði með að taka bara myndir af plastinu og hélt svo sýningu í Frakklandi um umhverfissóðana Íslendinga. Þetta stakk mig og ég vildi gera eitthvað í málunum,“ segir Gauti, sem er ættaður af svæðinu. 
 
Hann hrinti því af stað þessu árlega hreinsunarátaki. „Við reynum að gera mikið á stuttum tíma, einu sinni á ári,“ segir hann og bætir við að eftir um þrjú ár verði búið að fara í alla firði Hornstranda.
 
Verkefninu er þó ekki síst ætlað að vekja athygli á afleiðingum neysluvenja mannsins. „Við viljum fá fólk til að líta í eigin barm. Við verðum að huga að neyslu okkar í tengslum við plast og hvernig við göngum um umhverfi okkar. Hornstrandir er ósnortið svæði sem lítið er búið að hreyfa við af mannavöldum. Nema hvað, þar er þetta mikla magn af plasti. Þessi andstæða ósnortinnar náttúru við plastrusl sýnir okkur svo skýrt að svona á þetta ekki að vera,“ segir Gauti Geirsson.
 
Glerfaska sem hefur legið í jörðinni nokkuð lengi og var full af mosa og minni plöntum, sem gerði ljósmyndaranum erfitt fyrir að sjá flöskuna sem rusl. „Ég gaf hana því húseigendum á Látrum,“ segir Jóhanna Björk Sveinbjörnsdóttir, sjálfboðaliði og ljósmyndari.
Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...