Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sláturfélag Suðurlands vill fleiri sauðfjárbændur í viðskipti
Mynd / Jón Eiríksson
Fréttir 6. febrúar 2019

Sláturfélag Suðurlands vill fleiri sauðfjárbændur í viðskipti

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Sláturfélag Suðurlands hefur sent frá sér tilkynningu þar sem óskað er eftir fleiri innleggjendum sauðfjár á næstu sláturtíð. Félagið áætlar að auka slátrun á þessu ári sem nemur 8-10 þúsund kindum.

Í tilkynningunni segir að í ljósi breyttra aðstæðna á markaði og fækkunar sauðfjársláturhúsa hafi SS ákveðið að lengja sláturtíð haustið 2019 um þrjá sláturdaga. Nýjum innleggjendum á félagssvæði SS er boðið upp á að sækja um innleggsviðskipti með sama rétti og þeir sem fyrir eru. Ef sótt verður um heildaraukningu sem er umfram 8-10 þúsund fjár verður magninu skipt niður en þó þannig að ekki verða sótt færri en 100 lömb að jafnaði til nýs innleggjanda.

Steinþór Skúlason, forstjóri SS, sagði við Bændablaðið að ýmsar ástæður lægju að baki því að félagið óskaði nú eftir fleiri innleggjendum. Hann telur að ákveðin vatnaskil séu að verða í sauðfjárframleiðslunni þar sem birgðastaða sé í jafnvægi og útflutningsmarkaðir lofi góðu.

„Breyttar aðstæður er lægri birgðastaða í landinu en sést hefur um langt árabil og mjög spennandi nýr útflutningsmarkaður í Þýskalandi sem breytir miklu við að geta flutt út með viðunandi hætti og verið með eðlilegt framboð innanlands. Jafnframt skiptir máli að Noregur vill aftur kaupa kjöt í töluverðum mæli,“ segir Steinþór.

Norðlenska hættir slátrun á Höfn

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun Norðlenska hætta slátrun á Höfn í Hornafirði frá og með næstu sláturtíð. Ekki er vitað hvort aðrir taki við keflinu. Aðspurður segir Steinþór að það sé jákvætt að geta boðið þeim sem þar voru og eru á félagssvæði SS möguleika á að sækja um innlegg hjá félaginu. Hann segist jafnframt reikna með meiri fækkun sláturhúsa á komandi árum.

Hefja slátrun 4. september

Áætlað er að slátrun hefjist í 36. viku, 4. september og ljúki í 45. viku eða 8. nóvember. Allt að 20% yfirborgun verður í boði fyrstu vikuna sem trappast niður eftir því sem líður á. Í tilkynningu SS segir að það sé stefna fyrirtækisins að greiða samkeppnishæft afurðaverð og þegar vel gengur að miðla hluta af rekstrarafgangi til bænda í formi viðbótar á afurðaverð.

Sláturfélagið óskar eftir því að bændur sem hafi áhuga á að koma í viðskipti til þeirra sæki um fyrir 1. mars næstkomandi.

Hópsýking á Rangárvöllum
Fréttir 16. ágúst 2024

Hópsýking á Rangárvöllum

Nokkur fjöldi ferðafólks, sem átti leið um Rjúpnavelli á Rangárvöllum á undanför...

Sigursæl á lánshestum
Fréttir 16. ágúst 2024

Sigursæl á lánshestum

Norðurlandamótið í hestaíþróttum fór fram um liðna helgi í Danmörku. Svíar voru ...

Reiknað afurðaverð hækkar um 17 prósent
Fréttir 15. ágúst 2024

Reiknað afurðaverð hækkar um 17 prósent

Landsmeðaltal á reiknuðu afurðaverði fyrir kíló dilkakjöts hækkar um 17 prósent ...

Sólheimar án  lífrænnar vottunar
Fréttir 15. ágúst 2024

Sólheimar án lífrænnar vottunar

Garðyrkjustöðin Sunna á Sólheimum er hætt ræktun á lífrænt vottuðum garðyrkjuafu...

Einokun og afleit þjónusta
Fréttir 15. ágúst 2024

Einokun og afleit þjónusta

Viðvarandi skortur á framboði á koltvísýringi hefur haft áhrif á garðyrkjuframle...

Norrænt samstarf um fæðuöryggi
Fréttir 6. ágúst 2024

Norrænt samstarf um fæðuöryggi

Norðurlöndin hafa tekið upp formlegt samstarf á sviði fæðuöryggis.

Greina þörf á tæknilausnum
Fréttir 31. júlí 2024

Greina þörf á tæknilausnum

Evrópskt netverk um stafræna nýsköpun og gagnatækni fyrir búfjárrækt sem byggir ...

Allt fæst í kaupfélaginu
Fréttir 30. júlí 2024

Allt fæst í kaupfélaginu

Ólíkt því sem áður var eru verslanir í eigu kaupfélaga orðnar sjaldgæfar. Á Hvam...