Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
SS og Landstólpi með óbreytt verð á kjarnfóðri frá 2016
Fréttir 23. maí 2018

SS og Landstólpi með óbreytt verð á kjarnfóðri frá 2016

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þrír fóðursalar hafa tilkynnt um verðhækkun á kjarnfóðri í maímánuði en það eru Lífland, Fóðurblandan og Bústólpi. Sláturfélag Suðurlands og Landstólpi hafa haldið óbreyttum verðum á kjarnfóðri frá 1. desember 2016.

Á heimasíðu Landssambands kúabænda segir að verðhækkunin í hverju tilviki sé um 2% og kemur fram í tilkynningum frá Líflandi og Bústólpa að hækkunin sé í báðum tilvikum tilkomin vegna hækkunar á heimsmarkaðsverði á sojamjöli og öðrum hráefnum.

Landssamband kúabænda vekur athygli á því að Sláturfélag Suðurlands og Landstólpi hafa haldið óbreyttum verðum á kjarnfóðri frá 1. desember 2016 þegar nokkrar verðlækkanir höfðu átt sér stað hagstæðrar þróunar gengis ásamt lækkandi verði hráefna á heimsmarkaði.

Verðskrá kjarnfóðurs á naut.is hefur verið uppfærð til samræmis þeim verðhækkunum sem hafa átt sér stað. Gildandi verðskrá kjarnfóðursalanna.

Einnig er vakin athygli bænda á því að fyrirtækin veita mismunandi mikla afslætti

við kaupin, bæði ólíka magnafslætti og staðgreiðsluafslætti.

Skylt efni: Naut.is | Kjarnfóður | Verð

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...