Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Staðið á tíundu viku
Fréttir 10. júní 2015

Staðið á tíundu viku

Höfundur: Vilmundur Hansen

Verkfall Bandalags háskólamanna sem starfa hjá ríkinu hefur staðið í á tíundu viku eða frá 20. apríl. Verulega er farið að þrengja að kúa- og nautgripabændum.

Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að þrátt fyrir að það hafi náðst ákveðinn stöðugleiki í slátrun á alifuglum og svínum sé slátrunin ekki á fullum afköstum. „Undanþágur dýralækna veita leyfi til slátrunar og markaðssetningar ákveðna daga.  Ástandið er fjarri því eðlilegt þó það sé stöðugt.“

Staða nautgripabænda orðið erfið

„Nú er staðan orðin erfið þegar kemur að nautgripunum. Kúa- og nautgripabændur eru farnir að vera verulega áhyggjufullir og margir þeirra verða að losna við gripi fljótlega.

Kröfur dýralækna um undanþágur til nautgripaslátrunar gera ráð fyrir að hver og einn bóndi sæki um undanþágu sjálfur en ekki að sláturhúsin geti sótt um leyfi til að slátra nokkrum dýrum í einu. Auk þess sem krafist er að héraðsdýralæknar taki út hverja undanþágubeiðni fyrir sig og meti hvort það sé orðið of þröngt á gripunum eða ekki.“

Sindri segir að í ljósi þess hversu verkfallið hafi staðið lengi segi það sig sjálft að kominn sé tími til að slátra gripum.

Margir og smáir framleiðendur

„Framleiðsluferillinn hjá nautgripabændum er allt öðruvísi en hjá alifuglum og svínum þar sem í nautgriparækt er um að ræða tiltölulega marga bændur með fá naut hver. Skipulagning á slátrun, fáist undanþága, er því flókið ferli þar sem það þarf að huga að flutningum og hentugum tíma í sláturhúsi.“

Spattmyndatökum stóðhesta frestað

„Við höfum ítrekað sótt um undanþágu til að spattmynda stóðhesta til að sjá hvort þeir séu með kalkmyndun í hækillið. Reglur gera ráð fyrir að hestar komi ekki til dóms nema að myndatakan hafi átt sér stað, lesið úr myndunum og niðurstaðan skráð í WorldFeng. Aflestur myndanna er í höndum sérgreinadýralæknis hrossasjúkdóma sem er í verkfalli. Undanþága hefur ekki fengist enn og hugsanlegt að það fari í notkun hestar sem annars yrðu ekki valdir til undaneldis.

Að mínu mati er löngu kominn tími til að BHM og ríkið semji á þeim nótum að hér fari ekki verðbólga af stað sem yrði engum til góðs. Ég hef miklar áhyggjur af stöðunni. Það er ljóst að landbúnaðurinn verður lengi að vinna úr afleiðingum þessa verkfalls, jafnvel þótt það leystist strax í dag. Tjónið er orðið gríðarlegt,“ segir Sindri.
 

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...