Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Staðið á tíundu viku
Fréttir 10. júní 2015

Staðið á tíundu viku

Höfundur: Vilmundur Hansen

Verkfall Bandalags háskólamanna sem starfa hjá ríkinu hefur staðið í á tíundu viku eða frá 20. apríl. Verulega er farið að þrengja að kúa- og nautgripabændum.

Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að þrátt fyrir að það hafi náðst ákveðinn stöðugleiki í slátrun á alifuglum og svínum sé slátrunin ekki á fullum afköstum. „Undanþágur dýralækna veita leyfi til slátrunar og markaðssetningar ákveðna daga.  Ástandið er fjarri því eðlilegt þó það sé stöðugt.“

Staða nautgripabænda orðið erfið

„Nú er staðan orðin erfið þegar kemur að nautgripunum. Kúa- og nautgripabændur eru farnir að vera verulega áhyggjufullir og margir þeirra verða að losna við gripi fljótlega.

Kröfur dýralækna um undanþágur til nautgripaslátrunar gera ráð fyrir að hver og einn bóndi sæki um undanþágu sjálfur en ekki að sláturhúsin geti sótt um leyfi til að slátra nokkrum dýrum í einu. Auk þess sem krafist er að héraðsdýralæknar taki út hverja undanþágubeiðni fyrir sig og meti hvort það sé orðið of þröngt á gripunum eða ekki.“

Sindri segir að í ljósi þess hversu verkfallið hafi staðið lengi segi það sig sjálft að kominn sé tími til að slátra gripum.

Margir og smáir framleiðendur

„Framleiðsluferillinn hjá nautgripabændum er allt öðruvísi en hjá alifuglum og svínum þar sem í nautgriparækt er um að ræða tiltölulega marga bændur með fá naut hver. Skipulagning á slátrun, fáist undanþága, er því flókið ferli þar sem það þarf að huga að flutningum og hentugum tíma í sláturhúsi.“

Spattmyndatökum stóðhesta frestað

„Við höfum ítrekað sótt um undanþágu til að spattmynda stóðhesta til að sjá hvort þeir séu með kalkmyndun í hækillið. Reglur gera ráð fyrir að hestar komi ekki til dóms nema að myndatakan hafi átt sér stað, lesið úr myndunum og niðurstaðan skráð í WorldFeng. Aflestur myndanna er í höndum sérgreinadýralæknis hrossasjúkdóma sem er í verkfalli. Undanþága hefur ekki fengist enn og hugsanlegt að það fari í notkun hestar sem annars yrðu ekki valdir til undaneldis.

Að mínu mati er löngu kominn tími til að BHM og ríkið semji á þeim nótum að hér fari ekki verðbólga af stað sem yrði engum til góðs. Ég hef miklar áhyggjur af stöðunni. Það er ljóst að landbúnaðurinn verður lengi að vinna úr afleiðingum þessa verkfalls, jafnvel þótt það leystist strax í dag. Tjónið er orðið gríðarlegt,“ segir Sindri.
 

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...