Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Stærsta dýraklónaverksmiðja í heimi reist í Kína
Fréttir 7. desember 2015

Stærsta dýraklónaverksmiðja í heimi reist í Kína

Höfundur: Vilmundur Hansen

Kínverska fyrirtækið BoyaLife mun hefja fjöldaframleiðslu á nautgripum úr fósturvísum um mitt ár 2016. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja möguleikana óendanlega og til standi í framtíðinni að klóna leitarhunda, veðhlaupahesta og dýr í útrýmingarhættu.

BoyaLife er stærsta fyrirtæki sinnar gerðar í heiminum og fyrsta verkefni þess verður að setja á markað um eitt hundrað þúsund klónaða fósturvísa úr úrvals nautgripum. Klónun af slíkri stærðargráðu hefur aldrei verið framkvæmd áður.

Vaxandi eftirspurn eftir nautakjöti

Framleiðsla fósturvísanna verður í 14 þúsund fermetra rannsóknarstofu og er ætlað að koma á móts við vaxandi eftirspurn eftir nautakjöti í Kína.

Bandaríska matvælaeftirlitið hefur leyft sölu á kjöti og mjólkurafurðum frá klónuðum nautgripum frá árinu 2008 en magnið er einungis brot af því sem BoyaLife ætlar að framleiða.

Heilbrigðiseftirlit Evrópu­sambandsins hefur gefið út yfirlýsingu um að enginn sannanlegur munur sé á kjöti eða mjólkurafurðum klónaðra og annarra nautgripa. Eftirlitið hefur aftur á móti lýst áhyggjum sínum af dýravelferð þegar kemur að eldi klónaðra dýra.

Endalausir möguleikar

Forsvarsmenn BoyaLife segja að klónun nautgripa sé bara fyrsta skrefið því á næstu árum ætli fyrirtækið að klóna leitarhunda, veðhlaupahesta og dýr í útrýmingarhættu eins og pandabirni. Fyrirtækið ætlar einnig að bjóða gæludýraeigendum upp á slíka þjónustu ef gæludýrið fellur frá.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem vísindamenn í Kína leggja fyrir sig klónun því þeir hafa verið að klóna nautgripi, kindur og svín í tæp tuttugu ár. Stærðargráðan hefur bara verið minni.

Smáhundar og menn

BoyaLife er rekið í samvinnu við suður-kórenska líftæknifyrirtækið Sooam Biotech sem er í eigu manns sem heitir Hwang Woo-suk en iðulega kallaður konungur klónunar.

Árið 2006 var Hwang Woo-suk fundinn sekur um svik og alvarleg brot á siðareglum þegar hann gerði tilraunir með klónun með fósturvísum úr mönnum. Fyrirtæki hans hefur að hluta til fjármagnað rekstur sinn og rannsóknir síðan með klónun á smáhundum og öðrum gæludýrum.

Dvergsvín sem gæludýr

Annað kínverskt fyrirtæki, Beijing Genomics Institute, hefur með hjálp erfðatækni framleitt það sem þeir kalla míkró-svín eða dvergsvín og er hugmyndin að setja þau á markað sem gæludýr á næstunni. Dvergsvínin verða ekki meira en 15 kíló að þyngd og þykja ekki síður krúttleg en kjölturakkar.

Skylt efni: Kína | klónun | Búfé | gæludýr

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...