Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Afurðastöð Arla í Pronsfeld í Þýskalandi mun verða ein sú stærsta í heiminum eftir byggingu nýju vinnslustöðvarinnar.
Afurðastöð Arla í Pronsfeld í Þýskalandi mun verða ein sú stærsta í heiminum eftir byggingu nýju vinnslustöðvarinnar.
Fréttir 15. júní 2022

Stærsta fjárfesting Arla frá upphafi

Höfundur: Snorri Sigurðsson

Um mánaðamótin maí-júní tók norður-evrópska afurðafélagið Arla Foods í notkun nýja viðbót við afurðastöð sína í Pronsfeld í Þýskalandi.

Um er að ræða langstærstu einstöku fjárfestingu félagsins sem er í eigu kúabænda í sjö löndum í norðurhluta Evrópu. Um var að ræða nýja vinnslustöð sem er sérhæfð í mjólkurduftsframleiðslu en alls nam þessi eina fjárfesting Arla Foods tuttugu og einum milljarði íslenskra króna.

Skýringin á þessari miklu fjárfestingu felst í mikilli eftirspurn eftir næringarríku mjólkurdufti og til að mæta stöðugt vaxandi eftirspurn var ákveðið að stækka afurðastöðina í Pronsfeld. Þar var fyrir gríðarlega stór vinnslustöð sem var þó mest sérhæfð í framleiðslu á geymsluþolinni mjólk og öðrum geymsluþolnum mjólkurvörum og nam afkastageta stöðvarinnar fyrir stækkunina 1,5 milljörðum lítra. Eftir stækkunina mun félagið vinna úr 2,2 milljörðum lítra á ári, eða um 6 milljón lítrum á degi hverjum allt árið um kring.

Alls mun nýja þurrkstöðin, sem m.a. telur 51 metra háan þurrkturn, geta framleitt um 90 þúsund tonn af mjólkurdufti á ári, sem verður
sent út til þeirra 70 markaða sem félagið selur vörur sínar á í dag. Við framleiðsluna í Pronsfeld í heild starfa nú um eitt þúsund manns og nær afurðastöðin í dag yfir um 55 hektara landsvæði. Eftir þessa stækkun er afurðastöðin í Pronsfeld ein sú stærsta í heimi og mun styðja enn frekar við uppbyggingu og vöxt félagsins en reiknað er með að umsvif félagsins muni aukast um 5-7% á þessu ári. Það eru einna helst markaðir félagsins í Mið-Austurlöndum, Vestur-Afríku og Suðaustur-Asíu, sem eru með mesta eftirspurn eftir ódýrum og næringarríkum mjólkurvörum, sem eru að bera upp þennan mikla vöxt félagsins.

Skylt efni: Arla | mjólkurduft

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...