Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Hampur, kannabis,
Hampur, kannabis,
Fréttir 19. september 2017

Stærsta löglega kannabisbýli í heimi er í Bretlandi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í Kent skammt frá Kantaraborg á Bretlandseyjum er að finna stærstu löglegu kannabisræktun í heimi. Miðað við götuverð kannabis á Bretlandseyjum er ræktunin metin á um milljarð íslenskra króna.

Í tveimur stórum gróðurhúsum, sem eru vel falin í kyrrlátri breskri sveit, eru ríflega 80.000 kannabisplöntur ræktaðar undir ströngu eftirliti öryggisvarða og öryggismyndavéla. Tólf garðyrkju- og grasafræðingar í hvítum sloppum sjá um plönturnar, vökva og mæla, á vöktum allan sólarhringinn. árleg framleiðsla í gróðurhúsunum er um 20 tonn á ári.

Ræktunin, sem er á ábyrgð breska lyfjafyrirtækisins GW Pharmaceuticals, er þrisvar sinnum umfangsmeiri en stærsta ólöglega ræktun sem komist hefur upp á Bretlandseyjum.

Ræktun lyfjafyrirtækisins hófst árið 1998 og síðan þá hafa um tvær milljónir kannabisplantna verið ræktaðar í gróðurhúsunum. Plönturnar eru notaðar til rannsókna á lyfjum. Lyfið sem kallast Sativex er þegar komið á markað og ætlað til að líkna fólki sem þjáist af MS og banvænu krabbameini. Unnið er að rannsóknum á nýju lyfi gegn flogaveiki, geðklofa og sykursýki. 

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...