Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Starfshópur leggur til að reglugerð um vistvæna landbúnaðarframleiðslu verði felld úr gildi
Mynd / smh
Fréttir 27. apríl 2015

Starfshópur leggur til að reglugerð um vistvæna landbúnaðarframleiðslu verði felld úr gildi

Höfundur: smh
Starfshópur um endurskoðun reglugerðar um vistvæna landbúnaðarframleiðslu lauk störfum fyrir skemmstu og skilaði tillögum til atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins.  
 
Er lagt til að núverandi reglugerð verði felld úr gildi og hugað verði að setningu rammareglugerðar sem skilgreini hvaða kröfur vistvæn vottunarkerfi þurfi að uppfylla til að mega nota hugtakið „vistvæn framleiðsla“. 
 
Ekki verið tekin afstaða til þess hvað gert verður við tillögurnar
 
Að sögn Ólafs Friðrikssonar, skrifstofustjóra í ráðuneytinu, hefur ekki verið tekin afstaða til þess í hvaða farveg þessar tillögur verða settar. 
 
Hópurinn var skipaður þann 29. september 2014. Honum var ætlað að fara yfir reglugerð nr. 504/1998 um vistvæna landbúnaðarframleiðslu, skilgreiningar á henni og reglur um eftirlit. Jafnframt var hópnum falið að leggja mat á nauðsyn reglugerðar um vistvæna landbúnaðarframleiðslu. Í hópnum voru: Torfi Jóhannesson frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu, Dominique Plédel Jónsson frá Neytendasamtökunum, Erna Bjarnadóttir frá Bændasamtökum Íslands, Gunnlaugur Karlsson frá Sölufélagi garðyrkjumanna og Hallgerður Hauksdóttir frá Dýraverndarsambandi Íslands.
 
Hópurinn fór yfir reglugerðina og ræddi ítarlega hvaða hlutverki vistvæn vottun ætti að gegna og hvaða aðilar ættu að vera ábyrgir fyrir henni. Í niðurstöðum hópsins kemur fram að eining var um að núverandi fyrirkomulag, þar sem ekki er reglubundið eftirlit með þeim aðilum sem hafa fengið vistvæna vottun, sé óviðunandi. Jafnframt hefur hópurinn verulegar efasemdir um að það sé heppilegt að stjórnvöld setji reglur um vistvæna framleiðslu og standi fyrir vottuninni með þeim hætti sem núverandi reglugerð gerir ráð fyrir.  
 
Fulltrúi Neytendasamtakanna, Dominique Plédel Jónsson, lagði fram greinargerð um vistvæna vottun þar sem meðal annars kom fram að vistvæn vottun er millistig á milli lífrænnar og hefðbundinnar landbúnaðarframleiðslu sem er til víða í nágrannalöndum okkar en hvergi í lögum eða reglum. Samtökin telja hugtakið „vistvænt“ illa skilgreint og ákveðna hættu á að það valdi ruglingi hjá neytendum. Einnig er bent á að misræmi sé milli búgreina og engin viðurlög séu við brotum. Einnig var bent á mikilvægi þess að jafnræði væri á milli lífrænnar vottunar og vistvænnar varðandi kostnað við vottun og eftirlit.
 
Auknar kröfur um dýra- og umhverfisvernd
 
Hópurinn ræddi þann möguleika að í stað núverandi reglugerðar yrði sett ný reglugerð sem skilgreindi almennar kröfur. Þannig reglugerð gæti innihaldið ákvæði um, að til að geta talist „vistvæn vottun“ þurfi vottunarkerfin að innihalda auknar kröfur um dýra- og umhverfisvernd, gæðastýringu og merkingar. Einnig að úttektir yrðu árlegar og framkvæmdar af óháðum aðila. Vottunarkerfin sjálf yrðu hins vegar hönnuð og rekin af framleiðendafélögum eða öðrum einkaaðilum. 
 
Marklaust merki
Reglugerð um vistvænan landbúnað var gefin út árið 1998 og er hún enn í gildi. Í reglugerðinni er gert ráð fyrir að Búnaðarsamböndin gefi út vistvæna vottun á sínum svæðum og að búnaðarráðunautar og dýralæknar, sem hafi sótt námskeið og hlotið viðurkenn­ingu landbúnaðarráðuneytisins, hafi eftirlit með henni. 
 
Merki fyrir vistvæna íslenska landbúnaðarframleiðslu. 
Í 4. grein um Gæðaeftirlit segir: „Hver framleiðandi og afurðastöð sem óskar eftir viðurkenningu skal sækja um hana til viðkomandi búnaðarsambands sem felur eftirlitsaðila að framkvæma úttekt á framleiðsluaðstöðu umsækjanda. Eftirlitsaðilar skulu eigi sjaldnar en einu sinni á ári gera úttekt hjá framleiðendum og afurðastöðv­um sem hafa hlotið viðurkenningu á aðstöðu þar með talið landgæðum og búnaði til framleiðslu og vinnslu.
 
Talsvert hefur borið á því á undanförnum misserum að framleiðendur í kjúklinga-, eggja og grænmetisframleiðslu merki vörur sínar vistvænar; bæði með og án merkisins. Sumir hafa vissulega fengið vottun fyrir sínar vörur en ekkert eftirlit hefur átt sér stað með vottuninni, sem gerir vottunina marklausa fyrir neytendur. 
 
Aðrir nota hugtakið „vistvænt“ í því skyni að lýsa hugmyndafræðinni á bak við framleiðsluna. Dæmi eru um það að framleiðendur í kjúklinga-, eggja-, og grænmetisframleiðslu noti merkið án þess að hafa nokkurn tíma fengið vistvæna vottun. 

 

2 myndir:

Bændur fá tjónastuðning eftir kuldakast
Fréttir 11. apríl 2025

Bændur fá tjónastuðning eftir kuldakast

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að tillögu Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegará...

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025
Fréttir 11. apríl 2025

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025 voru veitt við hátíðlega athöfn í Kvikunni, m...

Vill aukið fjármagn til næstu búvörusamninga
Fréttir 11. apríl 2025

Vill aukið fjármagn til næstu búvörusamninga

Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segist sakna þess að fastar ...

Slæm staða á Reykjum
Fréttir 11. apríl 2025

Slæm staða á Reykjum

Soffía Sveinsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu), hefur sent ...

Jafnvægisverð 250 krónur
Fréttir 10. apríl 2025

Jafnvægisverð 250 krónur

Markaður með greiðslumark í mjólk var haldinn þann 1. apríl og náðu viðskiptin y...

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva
Fréttir 10. apríl 2025

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva

Atvinnuvegaráðherra segist munu leggja fram eigið frumvarp sem leyfi samruna kjö...

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari
Fréttir 10. apríl 2025

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari

Vaxandi vilji er meðal norrænu þjóðanna til að fara í samstarf um viðbúnað og ne...

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda
Fréttir 10. apríl 2025

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda

Fundaferð Bændasamtaka Íslands og atvinnuvegaráðherra lauk í gær. Helstu málefni...