Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Frá fundi með heimamönnum á áhrifasvæði Skaftár á dögunum.
Frá fundi með heimamönnum á áhrifasvæði Skaftár á dögunum.
Mynd / Áskell Þórisson
Fréttir 30. október 2015

Starfshópur um stofnun hamfarasjóðs

Ríkisstjórn Íslands hefur að tillögu forsætisráðherra samþykkt að fela umhverfis- og auðlindaráðuneytinu að stýra starfshópi sem geri tillögur um stofnun sérstaks hamfarasjóðs. 
 
Skoðaður verði fýsileiki þess að til verði slíkur sjóður og jafnframt verði skoðaður samruni og/eða samþætting á starfsemi og verkefnum Ofanflóðasjóðs annars vegar og Bjargráðasjóðs hins vegar við hinn nýja sjóð. Þetta kemur fram á heimasíðu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.
 
Í frétt á heimasíðu umhverfis­ráðuneytisins segir að með þessum breytingum verði umgjörð og stjórnsýsla um bótamál vegna náttúruhamfara treyst. Er þar horft til hamfara sem geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir íslenskt samfélag og innviði þess. Lögð er áhersla á að ljúka á þessu ári vinnu við mótun og gerð tillagna um bóta- og tjónamál með stofnun nýs heildstæðs sjóðs vegna náttúruhamfara eða samruna þeirra úrræða og sjóða sem nú þegar eru fyrir hendi hér á landi og taka á og koma að bóta- og tjónamálum vegna náttúruhamfara. 
 
Jafnframt verði gerðar tillögur um tekjuforsendur og fjármögnun slíks hamfarasjóðs með það að markmiði að langtímaáætlun ofanflóðavarna haldist og öll umsýsla varðandi bótamál og tjón verði öflug, skilvirkari og hagkvæmari en nú er, auk þess sem ferlar og reglur verði samræmdar. 
 
Jafnframt var samþykkt að fela fjármála- og efnahagsráðuneytinu að endurskoða lög og regluverk Viðlagatryggingar Íslands með það að markmiði að verðmæti og iðgjöld sem tengd eru opinberum mannvirkjum og almennum húseignum falli sem best undir tryggingavernd. Miðað er við að endurskoðun laganna verði lokið og lögð fram greinargerð um breytingar í ríkisstjórn eigi síðar en 1. mars 2016.

Skylt efni: hamfarir | hamfarasjóður

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu
Fréttir 29. nóvember 2024

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu

Sveitarfélagið Ölfus hefur auglýst nýtt deiliskipulag fyrir lóðina Laxabraut 31 ...

Kjúklingar aftur í Grindavík
Fréttir 29. nóvember 2024

Kjúklingar aftur í Grindavík

Reykjagarður hf. hefur endurvakið kjúklingarækt í Grindavík eftir ellefu mánaða ...