Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Frá fundi með heimamönnum á áhrifasvæði Skaftár á dögunum.
Frá fundi með heimamönnum á áhrifasvæði Skaftár á dögunum.
Mynd / Áskell Þórisson
Fréttir 30. október 2015

Starfshópur um stofnun hamfarasjóðs

Ríkisstjórn Íslands hefur að tillögu forsætisráðherra samþykkt að fela umhverfis- og auðlindaráðuneytinu að stýra starfshópi sem geri tillögur um stofnun sérstaks hamfarasjóðs. 
 
Skoðaður verði fýsileiki þess að til verði slíkur sjóður og jafnframt verði skoðaður samruni og/eða samþætting á starfsemi og verkefnum Ofanflóðasjóðs annars vegar og Bjargráðasjóðs hins vegar við hinn nýja sjóð. Þetta kemur fram á heimasíðu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.
 
Í frétt á heimasíðu umhverfis­ráðuneytisins segir að með þessum breytingum verði umgjörð og stjórnsýsla um bótamál vegna náttúruhamfara treyst. Er þar horft til hamfara sem geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir íslenskt samfélag og innviði þess. Lögð er áhersla á að ljúka á þessu ári vinnu við mótun og gerð tillagna um bóta- og tjónamál með stofnun nýs heildstæðs sjóðs vegna náttúruhamfara eða samruna þeirra úrræða og sjóða sem nú þegar eru fyrir hendi hér á landi og taka á og koma að bóta- og tjónamálum vegna náttúruhamfara. 
 
Jafnframt verði gerðar tillögur um tekjuforsendur og fjármögnun slíks hamfarasjóðs með það að markmiði að langtímaáætlun ofanflóðavarna haldist og öll umsýsla varðandi bótamál og tjón verði öflug, skilvirkari og hagkvæmari en nú er, auk þess sem ferlar og reglur verði samræmdar. 
 
Jafnframt var samþykkt að fela fjármála- og efnahagsráðuneytinu að endurskoða lög og regluverk Viðlagatryggingar Íslands með það að markmiði að verðmæti og iðgjöld sem tengd eru opinberum mannvirkjum og almennum húseignum falli sem best undir tryggingavernd. Miðað er við að endurskoðun laganna verði lokið og lögð fram greinargerð um breytingar í ríkisstjórn eigi síðar en 1. mars 2016.

Skylt efni: hamfarir | hamfarasjóður

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...