Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Skógareyðing. Cerrado hitabeltisgresjan.
Skógareyðing. Cerrado hitabeltisgresjan.
Mynd / worldwildlife.org
Fréttir 17. janúar 2022

Stjórnlaus skógareyðing

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þrátt fyrir allt tal stjórnvalda í Brasilíu um verndun skóga sýna loftmyndir að skógareyðing er enn að aukast og að eyðing þeirra er helsta uppspretta losunar gróðurhúsalofttegunda þar í landi.

Skógareyðing í Brasilíu á árinu sem var að líða er sú mesta frá árinu 2015. Mest er eyðingin á hitabeltisgresjum eða savanna-svæðum sem eru sambland af trjám og graslendi. Samkvæmt náttúruverndarsamtökunum World Wildlife Fund eru hitabeltisgresjur Brasilíu með þeim villtu svæðum í heiminum sem njóta minnstu verndar gegn eyðingu til að búa til ræktunarland.

Orsök eyðingarinnar er að það er verið að búa til ræktunarland fyrir soja.

Gríðarleg eyðing

Cerrado hitabeltisgresjan, sem þekur um 20% af Brasilíu, er ekki eins þekkt og Amasonskógurinn, en eyðing hennar er talin vera rúmir 8,5 þúsund ferkílómetrar.

Vist- og náttúrufræðingar í Brasilíu segja eyðinguna mikið áhyggjuefni þar sem náttúra svæðisins sé viðkvæm og með eyðingunni sé verið að losa mikið magn gróðurhúsalofttegunda sem ýti enn frekar undir hækkun lofthita á jörðinni.

Bolsonaro skógardólgur

Heldur dró úr eyðingu Cerrado hitabeltisgresjunnar upp úr 2000 en hún jókst hratt aftur eftir að umhverfissóðinn og skógardólgurinn Jair Bolsonaro tók við embætti forseta Brasilíu.

Bolsonaro hefur leynt og ljóst hvatt til aukinnar matvælaframleiðslu og á sama tíma stutt við aukna skógareyðingu og dregið úr náttúruvernd í landinu.

Viðkvæmt vistkerfi

Svæðið er einnig búsvæði fyrir mikinn fjölda dýra og plöntutegunda sem sumar finnast ekki annars staðar í heiminum.

Verði ekkert að gert verður búið að eyða um 1/3 Cerrado hitabeltisgresjunnar árið 2050

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...