Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sævar Jónsson, Snjallsteinshöfða, Erlendur Ingvarsson, Skarði og Sigrún Gréta Einarsdóttir á Þúfu með verðlaunahrútana sína á sýningunni, allt glæsilegir hrútar.
Sævar Jónsson, Snjallsteinshöfða, Erlendur Ingvarsson, Skarði og Sigrún Gréta Einarsdóttir á Þúfu með verðlaunahrútana sína á sýningunni, allt glæsilegir hrútar.
Mynd / MHH
Fréttir 30. október 2017

Stórskemmtileg fjárlita­sýning í Holtum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Fjárræktarfélagið Litur í Holta- og Landsveit stóð fyrir sinni árlegu fjárlitasýningu í Árbæjarhjáleigu í Rangárþingi ytra. 
 
Var sýningin haldin hjá Kristni Guðnasyni og fjölskyldu hans sunnudaginn 15. október. Á annað hundrað manns mættu til að skoða litfagurt fé og til að fylgjast með dómurum að störfum. Öllum viðstöddum var boðið upp á glæsilegt kaffihlaðborð. Þá voru boðin upp tvö falleg lömb.
 
Gestir sýningarinnar völdu þetta lúðótta lamb litfegursta lamb sýningarinnar en þessi litur er mjög sjaldgæfur. Lambið er í eigu ábúendanna á bænum Húsagarði.
 
Eiríkur Vilhelm Sigurðsson á Hellu og mæðgurnar frá Skarði, þær Guðlaug Berglind Guðgeirsdóttir og  Helga Fjóla Erlendsdóttir, létu sig ekki vanta á sýninguna.
 
Bjarni Sigurðsson á Torfastöðum í Fljótshlíð og ráðsmaðurinn hans, Ari S. Magnússon, voru á meðal fjölmargra gesta á litasýningunni.

Skylt efni: fjárlitir

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...