Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Staðarhólskirkja í Saurbæ í Dölum.
Staðarhólskirkja í Saurbæ í Dölum.
Fréttir 24. júlí 2018

Sturluhátíð í Dalabyggð

Höfundur: Fréttatilkynning

Sturla Þórðarson, sagnaritarinn mikli, var fæddur 29. júlí 1214. Þennan dag, sunnudaginn 29. júlí 2018, verður haldin Sturluhátíð í Tjarnarlundi í Dalabyggð. Samkoman hefst klukkan 14.

Að þessu sinni er atburðurinn tengdur fullveldinu. Það er vegna þess að fornritin íslensku voru í senn menningararfur og undirstaða sjálfstæðisbaráttunnar, baráttunnar fyrir fullveldi þjóðarinnar.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytur ávarp við upphaf Sturluhátíðarinnar, en Ragnheiður Pálsdóttir, varaoddviti Dalabyggðar, býður gesti velkomna. Einar Kr. Guðfinnsson, formaður Sturlunefndar, setur Sturluhátíðina.

Á hátíðinni verður sagt frá stórmerkilegri fornminjaskráningu á Staðarhóli í Saurbæ þar sem Sturla bjó lengst. Það er Guðrún Alda Gísladóttir, fornleifafræðingur, sem segir frá fornminjaskráningunni sem fór fram í fyrra. Þá mun Ari S. Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar, segja frá þátttöku fyrirtækisins í því að setja upp söguskilti í Dalabyggð á „gullna söguhringnum“. Guðrún Ása Grímsdóttir fræðimaður á Árnastofnun segir frá útgáfu Hins íslenska fornritafélags á Sturlungu sem lengi hefur verið á döfinni. Um tónlist sjá þau Hanna Dóra Sturludóttir og Snorri Sigfússon Birgisson. Að lokinni samkomunni mun Svavar Gestsson segja frá áformum um minningarreit um Sturlu Þórðarson að Staðarhóli.

Samkoman er öllum opin.

 

Styrkir vegna kaltjóna
Fréttir 21. ágúst 2024

Styrkir vegna kaltjóna

Bjargráðasjóði hefur borist 81 umsókn frá bændum vegna kaltjóns á túnum. Frestur...

Aðgerðaáætlun staðfest
Fréttir 20. ágúst 2024

Aðgerðaáætlun staðfest

Nú í byrjun ágúst staðfestu íslensk stjórnvöld aðgerðaáætlun gegn sýklalyfjaónæm...

Hækkun á afurðaverði
Fréttir 20. ágúst 2024

Hækkun á afurðaverði

Nýlega hafa verið gefnar út verðskrár með afurðaverðs­hækkunum til bænda fyrir n...

Vill auka þekkingu um járningar og hófhirðu
Fréttir 20. ágúst 2024

Vill auka þekkingu um járningar og hófhirðu

Hófhirða hrossa er viðfangsefni ráðstefnu sem haldin verður í húsnæði Eldhesta í...

Gróska hjá blómabændum
Fréttir 20. ágúst 2024

Gróska hjá blómabændum

Á Espiflöt í Reykholti í Biskupstungum hefur á undanförnum vikum verið unnið að ...

Útboð á holdagripum
Fréttir 20. ágúst 2024

Útboð á holdagripum

Nautís seldi bændum tíu hreinræktaða Angus kynbótanautgripi í sumar fyrir samtal...

Þoka hefur torveldað veiðiskap
Fréttir 19. ágúst 2024

Þoka hefur torveldað veiðiskap

Veiðitímabil á hreindýrstarfa hófst 15. júlí og hreindýrskúa 1. ágúst. Það sem a...

Allt grænmeti er seint á ferðinni
Fréttir 19. ágúst 2024

Allt grænmeti er seint á ferðinni

Allt grænmeti verður frekar seint á ferðinni í ár, en garðyrkjubændur hafa glímt...