Styðja nýliða
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um nýliðunarstuðning í landbúnaði.
Markmið stuðningins er að aðstoða nýliða við að hefja búskap og auðvelda ættliðaskipti í landbúnaði. Umsækjendur verða að uppfylla kröfur sem tilteknar eru í tilkynningu á vef matvælaráðuneytisins. Meðal skilyrða er að vera á aldrinum 1840 ára og hafi lagt út fyrir fjárfestingu annaðhvort með eigin fé eða lántöku. Áhugasömum er bent á að kynna sé vel reglur um forgangsröðun í nýliðaumsóknum.
Umsóknum skal skila inn á afurd.is fyrir 1. september.